Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy verðlaun fyrir plötuna sína Bewitched í Los Angeles í gær. Stórkostlegur og verðskuldaður árangur hjá þessari hæfileikaríku stelpu. Við verðlaunaafhendinguna þakkaði hún fjölskyldu sinni, sérstaklega þakkaði hún tvíburasystur sinni Júníu Lín, sem er hennar helsti stuðningsmaður og vinnur með henni alla daga.
Laufey var stórglæsileg þegar hún tók á móti verðlaununum, klædd í Chanel frá toppi til táar. Hún var í ljósbleiku skósíðu silki pilsi og í topp úr sama efni með opnu baki. Settið er úr 2024 vor-sumar línu Chanel. Hún var einnig með fallegt skart frá tískuhúsinu, Coco Crush hringi & armbönd ásamt “Comète” eyrnalokkum sem eru stjörnur alsettar demöntum. Laufey var einnig förðuð með Chanel.
Hér eru nokkrar myndir af heimasíðu Chanel, fyrir þá sem langar að sjá dressið betur. Bakið er ótrúlega fallegt, opið og bundið saman með slaufum. Sjáið líka öll smáatriðin sem Chanel gerir svo vel. Lógóið á öxlinni, litlu stafirnir inn á milli doppanna og tölurnar aftan á pilsinu. Fallegt!
Þið sem eruð svo heppin að eiga miða í Hörpuna þegar hún heldur þar þrenna tónleika í Eldborg getið látið ykkur hlakka til <3
Vá hvað þetta er gaman, til hamingju Laufey og áfram ísland.
Skrifa Innlegg