Já ég elska skó, ég veit ekki hvað það er við skó en ég á mjög erfitt með að halda aftur af mér þegar ég sé fallega skó.
Ég reyni þó að vanda alltaf valið og hugsa vel um skóna mína…. eða Davíð :) Það er hann sem hugsar vel um skóna mína :)
Davíð er Skóarinn eða eigandi Skóarans. Ég hugsa það í hvert skipti sem ég kem með par eða tösku hvað hann er frábær, hvað hann gerir hlutina vel og hvað ég er glöð með að hafa Skóarann þarna í Hafnarfirði. Hann gerir ekki bara við skóna mína, hann hefur líka lagað fyrir mig töskur, leðurbelti já og smíðað lykla.
Í alls engu samstarfi eða neinu slíku þá hefur mig lengi langað til að hrósa skóaranum og þakka fyrir mig.
Mér þykir vænt um svona lítil & persónuleg fyrirtæki og langar til að benda öllum á að nýta sér þessa þjónustu.
Þessir dásamlegu Billi bi hælar hafa farið mörgum sinnum til Skóarans en ég virðist spæna svona pinnahæla upp. Davíð reddar því með bros á vör á mettíma. Skórnir mínir eru alltaf eins og nýir þegar ég sæki þá nánast alveg sama í hvaða ástandi þeir voru þegar ég kom með þá (þetta eru snjóskórnir mínir og allt).
Óli hannaði þessa hillu alls ekki sérstaklega undir skóna mína en mér finnst þeir bara sóma sér vel þarna :)
–
Hér eru nokkrar myndir sem ég sá á facebook síðu Skóarans, hann gerir gamla eða mikið notaða skó eins og nýja .
Skóarinn er á Reykjavíkurvegi 68, þið finnið hann HÉR.
Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið gefist upp á eða jafnvel hendið skónum ykkar næst.
LoveLove
AndreA
INSTAGRAM: @andreamagnus
Skrifa Innlegg