fbpx

MOSCHINO “NO STRINGS ATTACHED”

Tíska

VÁ Moschino !

Tískuvikan í Mílano var að klárast þar sem sumarið 2021 var sýnt.
Moschino stal pínu senunni en þetta er ótrúlega skemmtileg nálgun hjá Jeremy Scott.
Á þessum tímum sem við erum að upplifa þarf að hugsa allt upp á nýtt þar sem fólk má lítið hittast og ferðast.  Fjölmörg tískuhús héldu ekki tískusýningu með gestum í þetta skiptið.  Margir voru með “live-stream” og einhverjir gerðu myndbönd.
Jeremy ákvað að búa til brúðuheim og gerði alla línuna í míní stærðum, hann lét ekki þar við sitja en hann lét líka gera “front row” gesti en þarna má sjá helstu tískuritstjóra heims eins og Önnu Wintour í míní stærð á fremsta bekk.

Sumar 2021 línan hjá Moschino er rómantísk, litirnir mildir og fallegir, fullt af púffi, pífum & tjulli.

Myndir: @BritishVogue & Vouge runway

Hér má sjá alla línuna.
Jeremy gerði einnig stuttmynd um tískusýninguna þar sem allt lifnar við, þú getur horft á hana hér:
https://www.vogue.com/video/watch/watch-the-moschino-spring-2021-ready-to-wear-video

Og svo elska ég þetta svar  ….. tengi

Will the events of 2020 fuel our desire for couture even further?
“People are like, ‘Sweatpants forever!’” Scott said, referring to the impacts of lockdown dressing. “But I love exciting things that are one of a kind and refined. We’re all desperate for that. I constantly kept getting dressed up every day even if I weren’t seeing people. It’s part of who I am.”

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

ANDA INN ANDA ÚT

Skrifa Innlegg