Lovely Linen.
Ef það er eitthvað sem setur heimilið í hátíðarbúning þá er það fallegur borðdúkur. Það breytir ótrúlega miklu og mér finnst gaman að breyta til hjá mér með borðdúk. Ég er með svart borðstofuborð og því kemur allt annar blær á rýmið þegar ég er búin að setja ljósan dúk á borðið. Lovely Linen er með mikið úrval af fallegum hördúkum. Litirnir hjá þeim eru hver öðrum fegurri. Ég á tvo liti af þessum dúk annars vegar hvítan sem ég hef sennilega notað hvað mest og gerir borðið afar hátíðlegt, hins vegar þennan á myndunum hér fyrir neðan en sá litur heitir light grey. Næstur á mínum lista er svo liturinn natural beige.
Eldamennskan er því miður ekki mitt uppáhald en að leggja fallega á borð og skreyta, ég elska það. Síðustu helgi bauð ég stelpunum í vinnunni í mat. Ég keypti borða sem ég batt utan um tausérvetturnar og stakk blómi og gjöf til þeirra á hvern disk.
Góðar fréttir fyrir ykkur sem eruð með hringborð. Ég veit að það hefur reynst mörgum erfitt að finna fallegan dúk á hringborð en þeir eru einmitt til frá Lovely linen ;)
Lovely linen er hægt að fá í mörgum fallegum litum. Efnið er hör, ótrúlega flott með fallegri áferð. Efnið má fara í þvottavél. Hér eru allskonar hugmyndir af fallegum borðum og mismunandi litum sem í boði eru. Merkið býður einnig upp á dásamleg rúmföt og ýmislegt annað til heimilisins. Lovely linen fæst meðal annars hjá: EPAL – BAST KRINGLUNNI & RAMBA í Hafnarfirði.
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus
Skrifa Innlegg