Öskudagurinn er dagur sem börnin okkar elska … Litlar dúllur, prinsessur, hatarar, ofurhetjur og ég veit ekki hvað og hvað fylla Facebook, Instagram og götur bæjarins. Þar sem að ég vinn í verslun heyri ég “Gulur, rauður grænn & blár” & “Gamla Nóa” aðeins of oft á einum degi haha! En að sjá þessar elskur hlaupandi eins og fætur toga til að ná fá nammi áður en “nammið búið” miðinn er kominn í gluggann.
Við ákváðum að vera “All in” í ár… Ég og Erla vorum Karl Lagerfeld sem er mjög einfaldur og auðveldur búningur en við áttum bara mega góðan dag sem Kalli. Ísabella og Anna Emilía voru M&M en þær komu til okkar eftir skóla og sáu um að gefa nammi. Við ákváðum að eiga nóg til allan daginn og pössuðum sérstaklega uppá að eiga líka fyrir litla fólkið sem kom eftir leikskóla.
Dagurinn var frábær og miklu skemmtilegri í búning en ekki :)
LoveLove
AndreA
Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea
Skrifa Innlegg