fbpx

JÓLAKRANS … DIY

DIYHOMEJÓL

JÓLAKRANS …

Ég er í óvenju miklu jólaskapi þetta árið en hef ekki hugmynd um afhverju nema kannski að það sé smitandi og ég hafi smitast af jólabarninu mínu?
Það er langt síðan ég hef verið svona peppuð fyrir jólunum, ég reyndi að hrista þetta af mér (ekki spyrja mig af hverju) en ákvað svo bara að njóta og vera “all in”.
Við stelpurnar í vinnunni hittumst og gerðum okkur jólakrans úr afgangsefnum á saumastofunni, ég veit ekki hverju við störtuðum þarna en við erum a.m.k ekki hættar og ætlum að hittast aftur og gera eitthvað fleira.  Þær eru reyndar svo skemmtilegar að það er alveg sama hvað við gerum saman … það er alltaf gaman !
Ég setti eitthvað af ferlinu í story á Instagram // áhugasamir geta skoðað það í “Highlight” / JÓLA .



Við keyptum kransana í FÖNDRU en þær selja líka “velour” efnið í allskonar litum, silki borða og allt sem til þarf (fyrir utan lifandi blóm og greinar).
Eitthvað af skrautinu er úr Garðheimum en allar lifandi greinar eru úr blómabúðinni BURKNA í Hafnarfirði.

Þetta er tiltölulega fljótlegt en maður byrjar á því að klippa efnið í 10 cm breiðar lengjur og vefja utan um kransinn // Við notuðum 6x lengjur á mann (60 cm af efni)  til að fá hann vel þykkann og veglegan.
Þegar að efnið er komið á allan hringinn þá er bara að skreyta eftir smekk og festa niður með blómavír.
Ég ákvað að hafa lifandi greinar og blóm á mínum, en það er líka hægt að setja gervi ;)


Hér er Ósk með kanilstangir sem hún fann heima hjá sér í jólaskrautskassa en þær runnu út árið 1997 … hahaha en þær komu vel út á kransinum :)




Ég gerði svartan krans fyrir búðina en gráan til að hafa heima hjá mér (set hann í story þegar hann er alveg til :))

Erla – Magndís – ég & Ósk alsælar með afraksturinn.


Þetta meistaraverk ;) tekur á móti ykkur um jólin í búðinni ….   Passar fullkomnlega á nýju hurðina sem ég er svo ánægð með <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

AÐ KLÆÐA SIG EFTIR VEÐRI ...

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    9. November 2018

    LOVE IT!!!!
    Ég á einmitt einn svona svartann velúr, ég GET EKKI BEÐIÐ eftir að fá hann úr geymslunni og skreyta með greinum <3

    • AndreA

      9. November 2018

      JÁ… skil þig svo vel
      Það verður gott að fá allt dótið sitt úr geymslunni <3

  2. P*aldis

    9. November 2018

    Vá !!
    Vel gert ?

    Ohh.. hefði átt að vera með ykkur ❤️