fbpx

ÍSLAND // VESTFIRÐIR

FERÐALÖGÍSLANDLÍFIÐ

Við Ísabella fórum í mjög stutta en frábæra ferð á Vestfirði.
Við fórum á ættarmót með móðurfólkinu mínu og áttum frábæran sólarhring þar.  Við gistum bara eina nótt en náðum samt dýrmætum stundum með fólkinu okkar.


DYNJANDI …  er einn stórfenglegasti foss landsins, magnaður og ólýsanlega fallegur.  Það er frábært að stoppa þarna og labba um, njóta & hlusta.

KAFFI SÓL …
Leiðin var löng, félagsskapurinn góður & veðrið frábært.  Leiðin lá í Sveitina hennar mömmu, Breiðadal í Önundarfirði.
Ef þið eigið leið hjá þá verðið þið að stoppa þarna.  Í Neðri-Breiðadal er Kaffi Sól sem er dásamlegt kaffihús rekið af meistaranum Gunnu í Breiðadal.  Kaffihúsið er opið öllum og þar er hægt að fá heimsins bestu ostaköku, vöfflur og ýmislegt annað, sitja úti og horfa á fjöllin í kyrrðinni.  Ég elska að vita af svona stöðum og deili þessu hér því það er ekki bara gott að komast í svona góðar veitingar heldur er þetta líka æðisleg upplifun.  Uppáhalds kaffihúsið mitt <3Beint á móti Neðri Breiðadal & Kaffi Sól er Holt þar sem hægt er að fá gistingu, þar er líka hvít ótrúlega falleg strönd sem æðislegt er að fara á á góðum dögum.


(Myndirnar tvær af Ísabellu tók ég ekki í þessari ferð en þær eru teknar fyrir nokkrum árum.)Mæðgur <3 Ég mamma, Bella & Ringo

Ég var þreytt á heimleið enda allt of stutt stopp, ég ákvað að stoppa á einum stað sem mig langaði að sjá en það er Heydalur.
Stoppið var stutt í stíl við ferðina en ég á eftir að fara þangað aftur.  Í Heydal er bæði hægt að gista, fara í útreiðatúra, sund í gróðurhúsi og heita potta, þar er einnig veitngarstaður þannig að Þetta er gott og öðruvísi  stopp á langri leið.
Gaman fyrir krakka, þarna er talandi páfagaukur, hundar og ýmsilegt.

Hvert næst … ?
xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

EXTRALOPPAN OPNAR Á MORGUN Í SMÁRALIND

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Una

  2. July 2019

  Hæ hæ
  Verð bara að benda á að Vesturland og Vestfirðir eru ekki það sama, þú ert væntanlega að taka um ferðalag á Vestfjörðum, ekki á Vesturlandi þó svo það hafi væntanlega verið farið þar í gegn á leið til og frá:)

  • AndreA

   2. July 2019

   Það er rétt :)
   Takk fyrir ábendinguna

 2. Elísabet Gunnars

  3. July 2019

  Þetta land sem við eigum, og allir litlu felustaðirnir ♥️ Æðisleg færsla .. og greinilega ferð !!

 3. Halla

  3. July 2019

  Fallegar og skemmtilegar myndir.