fbpx

HVERJU BYRJAR MAÐUR Á AÐ SAFNA Í ROYAL COPENHAGEN ?

HEIMAJÓLROYAL COPENHAGENSAMSTARF

Hverju byrjar maður á að safna þegar maður ætlar að safna Royal? Ég fengið þessa spurningu svo oft frá fólki sem er að byrja að safna Royal Copenhagen eða er að fara gefa fyrsta RC hlutinn.
Sjálf byrjaði ég að safna hvítum plain matardiskum, það er auðvelt að byrja á þeim, þeir eru ódýrari og það er fallegt að blanda þeim svo saman við blue mega.  Aðrir byrja t.d. á stóru hlutunum, skálum eða kökudisk og svo eru kaffibollarnir líka frábær byrjun og sennilega mest notaði Royal Copenhagen hlutur á mínu heimili.

HISTORY MIX er líka frábær leið fyrir þá sem eru að safna. En í þeim eru yfirleitt sett af þremur hlutum, ýmist bollar, skálar eða diskar.
Mest notaði RC hluturinn minn er klárlega thermo bollinn hér að neðan.  Hann er tvöfaldur þannig að hann hitnar ekki að utan þó að það sé rjúkandi heitt kaffi í honum. Thermo bollinn besti fæst HÉR.
Skálar þrjár saman í pakka. Fást HÉR.

Tveggja ára brotaábyrgð!
Royal Copenhagen býður upp á tveggja ára brotaábyrg með það að leiðarljósi að hvetja fólk til þess að nota borðbúnaðinn einnig við hversdagsleg tilefni. Með ábyrgðinni bætir Royal þér hlutinn þinn með nýjum eða sambærilegum hlut ef hann brotnar há þér. Alveg sama hvernig hann brotnar.
Fyrir áhugasama þá er allt um brotaábyrgðina og hvernig hún virkar hér: ROYAL COPENHAGEN MEÐ TVEGGJA ÁRA BROTAÁBYRGÐ!

 

Gleðileg jól
AndreA

JÓLAPAKKA INNPÖKKUN - HUGMYNDIR

Skrifa Innlegg