fbpx

HELGASPJALLIÐ + DRESS/SKART

HÁLSMENLÍFIÐ

*gjöf  1104byMar

HELGASPJALLIÐ !

Helgaspjöll eru alltaf skemmtileg & það er mikið hlegið enda finnið þið ekki skemmtilegri gaur en Helga.   Ég viðurkenni þó að þegar ég mætti í sjálft hlaðvarpið hans, HELGASPJALLIÐ þá var ég smá stressuð en bara af því að við vorum “ON AIR”  & þetta var mitt fyrsta hlaðvarp.
Helgi er nefnlilega þannig að maður getur talað við hann endalaust um allt og ekkert.  Allar hömlur detta einhvern veginn niður & allt er látið flakka, mögulega er sumt betur geymt milli vina haha.
Þetta gekk þó áfallalaust fyrir sig og 1 klst og 20 min liðu eins og tíu mínútur max.
Viðtalið finnið þið HÉR

 

Helgi bauð ekki bara upp á gott spjall heldur gaf hann mér gott kaffi, croissant og fallegt skart úr eigin smiðju 1104byMAR.
Ég fékk margar spurningar þann daginn á instagram hvaðan skartið væri þannig að það er gaman að deila því einmitt hér með þessari fæsrlu.

*Perlufestar & hringir  1104byMAR
Fatnaður-  AndreA
Sólgleraugu – ultradior – DIOR 
Kaffibolli – HAV Royal Copenhagen

 

Takk fyrir mig Helgi 
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

TÖFRAR Á THORSPLANI

Skrifa Innlegg