fbpx

GEOSEA

FERÐALÖGÍSLAND

GEOSEA HÚSAVÍK

Við Íslendingar erum svo heppin með allar sundlaugarnar okkar, hver laugin á fætur annari, hver annari flottari,  VÁ GEOSEA !

Geosa sjóböðin eru á Húsavík og vel þess virði að gefa sér tíma og fara þangað sé maður á ferð um norðurland.  Magnað útsýni og einstök hönnun gerir upplifunina ógleymanlega.   Hér verða allir rúsínur, það langar engum upp úr :)
Vogue hefur þegar skrifað lofyrði um staðinn & TIME settu Geosea sjóböðin á lista yfir hundrað bestu áfangastaði heims eða  “TIME, GREATEST PLACES 2019”

Við heppin að “sitja uppi” með að ferðast innanlands, um eitt fallegasta land í heimi  <3

 

MYND: GEOSEA

 

VOGUE hafði meðal annars þetta að segja ….

 

GEOSEA á það sameiginlegt með minni uppáhalds sundlaug, Sundlauginni á Hofsósi að vera hönnuð af frábæru teymi arkitekta hjá BASALT.
Basalt arkitektar hafa haft mikil áhrif á baðmenningu á Íslandi en þeir hafa hannað mörg fallegustu náttúböð landsins, Bláa Lónið, Guðlaugu á Akranesi, Jarðböðin á Mývatni og VÖK BATHS fyrir austan svo eitthvað sé nefnt.

Basalt hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í baðmenningu á Íslandi.  Verðlaunin voru veitt fyrir Sjóböðin á Húsavík og Retreat Hotel í Bláa lóninu.

MYND: GEOSEA/BASALT

“GeoSea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó sem inniheldur einstaka samsetningu endurnærandi steinefna fyrir húðina. Útsýnið yfir Skjálfandaflóa er stórkostlegt. Norðurheimskautsbaugurinn nemur við sjóndeildarhringinn í fjarska og góðum degi má jafnvel sjá hvali koma upp úr glitrandi sjónum. Hvar er betra að gleyma stund og stað?”

MYND: GEOSEA

Sundbolur: Speedo

 

Mæli með 
xxx
AndreA

IG: @andreamagnus

 

DRESS: YELLOW

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    16. June 2020

    Ohhh þessi draumur !!