fbpx

DRESS: ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ FÖTIN LÁNUÐ HJÁ EIGINMANNI OG SYNI.

DRESSÍSLENSKTLÚKK

About last night !

Ég fór í svo  skemmtilega veislu í gær þar sem að allar konur áttu að mæta í karlmannsfötum.
Það fyrsta sem mig  langaði að gera var að fara til Kormáks og Skjaldar og dressa mig  upp frá toppi til táar þar sem  mér finnst þetta “look” bara sjúklega flott og væri til í að eiga virkilega flott og vandað jakkafatasett en ég lét mér nægja að gramsa í skápunum hjá karlmönnunum í fjölskyldunni og var mjög sátt við útkomuna ;)

Sonur minn sem er 19 ára á mjög spennandi fataskáp og það kemur oft fyrir að ég fái eitthvað lánað hjá honum en hann lánaði mér skyrtuna og jakkann, vestið á maðurinn minn & pabbi bindið (sem er reyndar ekki á myndunum)  <3

Útkoman varð svona eins og þið sjáið á myndunum og vá hvað ég var að fíla þetta ;)
Skyrtan af syni mínum er vel stór á mig enda hann orðin 184 cm (ég eitthvað minni) en mér finnst það einmitt svo cool og ekki skemmir íslenska “detailið” þarna á jakkanum, virkilega vel gert hjá team MAO sem er íslenskt merki og fæst í Gallerí 17.






Jakki: MAO – Gallerí 17
Skyrta: MAO – Gallerí 17
Buxur: S.Rebels – AndreA
Skór: BilliBi – GS Skór
Vesti & hattar: Vintage

Lovelove
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

NÝTT LISTAVERK Á MINN VEGG!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1