fbpx

BREYTTIR TÍMAR TÍMABUNDIÐ

Öll plön út um gluggann og nýjir öðruvísi tímar framundan tímabundið.   TÍMABUNDIÐ er orðið sem ég hangi í.

Allt er öðruvísi.
Við lokuðum  búðinni okkar í vikunni en við aðstoðum alla á Andrea.is , facebookInstagram og í síma 5513900.
Við sendum frítt um allt land á meðan það er lokað.
Ég eða við öll sennilega erum búin að vera á haus að aðlagast nýjum aðstæðum og koma upp öðruvísi venjum og rútínum, það tekur allt sinn tíma.

Staðan er einhvernvegin svona hjá mér, eins og á myndinni, síma & samfélagsmiðla samband.

Vinnudagarnir eru skrýtnir, við hittum fáa eða enga en afgreiðum marga.  Magnað hvað það er hægt að gera margt á nýjan hátt í gegnum netið & samfélagsmiðla.
Núna þurfum við öll að hugsa út fyrir boxið og finna upp á nýjum leiðum til að leika okkur og hafa gaman.  Sem betur fer er tæknin með okkur í liði og við getum “hitt” alla og verið í góðum samskiptum í símanum <3

Ef leiðin til að  að sigra þetta er að vera heima og hitta engan þá gerum við það.
Þjálfarar og kennarar eru með snilldar lausnir og allir eru að leggja sitt af mörkum.  Krakkar eru hvattir til að gera æfingar og pósta á lokaða síðu í fótboltanum sem er t.d brilliant leið til að fá þau til að æfa sig og hreyfa á meðan æfingar falla niður.   Fjarnám, facetime, vinna að heiman, netverslun og sv.frv við getum gert ótal margt án þess að hittast.

Og pælið í því hvað það verður fáránlega gaman í næsta partýi þegar þetta er allt yfirstaðið.

Farin á pósthúsið – Farið varlega <3
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

VÁ ÍSLAND !

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1