fbpx

ANDREA TÍU ÁRA !

AndreASAMSTARF

AndreA 10 ÁrA

Þegar ég var lítil stelpa dreymdi mig um að verða búðarkona og þegar ég varð eldri langaði mig að verða fatahönnuður.  Báðir þessir draumar rættust árið 2009 eða fyrir tíu árum síðan.

Planið okkar Óla var skýrt við vorum með allt tengt fyrirtækinu tilbúið áður en að ég útkrifaðist, við unnum í því samhliða náminu.
Við byrjuðum á því að framleiða tvær flíkur og ég var á haus við að sauma einhverjar inni í sauma/barnaherbergi í íbúðinni okkar í Kaupmannahöfn.  Ég var líka mikið að gera allskonar fylgihluti eins og  hárskraut, trefla & klúta.

Á myndinni hér að neðan er ég einmitt í fyrstu flíkinni sem við framleiddum með fyrstu útgáfu af logo-inu okkar á bak við mig.  En logo-ið er eitt af því sem ég er jafn ánægð með í dag ef ekki bara miklu ánægðari, það eldist ótrúlega vel.
Óli hannaði logo-ið eins og svo margt annað í fyrirtækinu.  Nafnið mitt er á merkinu og allir tengja það við mig en Óli er ekki síður maðurinn á bakvið merkið þó að hann sjáist minna.   Án Óla væri ekki AndreA.

Kaupmannahöfn 2008

                  Tískusýning AndreA í Hafnarborg 2014 (AndreA +Óli)

Fyrsta húsnæðið…. Strandgata 19
AndreA opnaði þar fljótlega eftir útskrift eða 24. Október 2009.
Okkur sárvantaði vinnuaðstöðu þannig að við tókum þetta húsnæði og Óli innréttaði rýmið 50% vinnustofu og 50% verlsun.  Ég sá fyrir mér að geta unnið þarna í ró og næði og afgreitt einn og einn.  Fyrstu jólin okkar voru þannig að ég og Erla stóðum brosandi inni í versluninni á þorláksmessu og buðum viðskiptavinum konfekt & drykk af því að það var allt uppselt :)
Síðan þá hefur þetta meira og minna verið ein löng rússíbanaferð og við verið að finna okkar festu og stöðugleika.
Saumastofan flutti fljótlega annað og við stækkuðum búðina og vorum á Strandgötu alveg þangað til við fluttum í núverandi húsnæði á Norðurbakka.

(Magnað að sjá muninn á húsnæðinu, fyrsta og síðasta mynd)

 

Hvernig get ég súmmerað upp 10 ár og sagt ykkur frá í stuttu máli ?
Ég get það ekki …. ÞÚSUND KJÓLUM SÍÐAR þá tók ég saman myndir, allt of margar en samt bara lítið brot …

2008-2010

 

2011-2013

2014-2015

2015-2016

2017-2018

2019

Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessum tíu árum er það að vera opin fyrir öllu, ég er annars mjög vanaföst og finnst erfitt að breyta en er sem betur fer búin að átta mig á því að ég á ekki alltaf bestu hugmyndina :) Eins og þegar Óli stakk upp á því að flytja búðina á Norðurbakkann þá leist mér ekkert á það og það þurfti heldur betur að tala mig til en ég sé það í dag að það var eitt mesta gæfuspor sem við höfum tekið.
Sumt virkar annað ekki.  Það er engin skömm í því að prófa og segja nei þetta hentaði okkur ekki eða þetta gekk ekki.  Ef þú gerir ekki neitt þá gerist ekki neitt.

Ég útskrifast aldrei, hætti aldrei að læra og er aldrei búin.   Vinnan mín hefur breyst mjög mikið á þessum tíu árum og það er ýmislegt sem spilar þar inn í.  Ég hef gert milljón hluti í fyrsta sinn og oft verið skíthrædd.  Sumt heppnast annað ekki en galdurinn er að gefast ekki upp.

10 árum síðar höfum við áorkað ótúlega miklu en eigum ennþá mjög langt í land,  langt í land miðað við hvernig ég sé merkið fyrir mér í huganum, hvernig mig langar að hafa merkið, búðina & hverju mig langar að bæta við.
Ég ætla aldrei að hætta að láta mig dreyma því að ég veit að með dugnaði og elju þá geta draumarnir ræst hver af öðrum. Maður þarf að halda í þá, sjá þá fyrir sér, vera duglegur á hverjum degi, þrautseigur, þolinmóður og gera alltaf sitt besta.   Þá kemur þetta allt einn daginn.

Ég viðurkenni að það hefur gengið á ýmsu og mig hefur langað til að gefast upp, ég hef grátið í koddann en ég held að minn helsti styrkur sé þrjóskan og þrautsegjan, með það að vopni held ég áfram á meðan mér þykir þetta ennþá gaman.

Þegar ég skoða myndirnar sjálf þá er þakklæti efst í huga, fyrir fólkið sem ég vinn með, drauma teymi,  Erlu sem hefur verið partur af AndreA síðan áður en við opnuðum, Maddý, Sigga, Ósk, Heiður og allir sem hafa verið í draumateyminu á einhverjum tímapunkti.
Aldís mín “ljósmyndari”  sem hefur myndað öll verkefni með mér síðan 2008.  Hún á heiðurinn af flestum myndunum hér að ofan.
Allar vinkonur mínar sem ég hef dregið í allskonar myndatökur, labbað tískupallinn fyrir mig, unnið í búðinni, hjálpað mér með afmæli eða viðburði…  Alltaf fæ ég “JÁ EKKERT MÁL, ÉG KEM eða ÉG GET ÞAД. (Ég á æðislegar vinkonur).
Ekki síst er ég  þakklát fyrir heimsins bestu viðskiptavini sem hafa vaxið með okkur, mörgum höfum við kynnst mjög vel og þykir vænt um.   Ef við sjáum suma ekki lengi þá heyrist inn á kaffistofu.  “Hafið þið heyrt eitthvað í Röggu?”  því margir viðskiptavinir eru orðnir meira eins og vinir.

Ég er ein þakklát kona…. TAKK <3

PS…. Það verður auðvitað veisla,  þar sem við gefum ykkur afmælispakka :) 
Taktu frá föstudag, seinnipart 8 nóvember… meira síðar.  
Þá skálum við ! 

TAKK 
AndreA

@andreamagnus

@andreabyandrea

DRESS: "THE ONE THAT GOT AWAY"

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Erla B

    5. November 2019

    Þið eruð svo mikið best!
    Þetta er skemmtilegasti vinnustaður i heimi!
    Það er alltaf gaman að vinna á PARTÝVAKRINNI.
    Til hamingju með 10 árin, þoð eruð algjörar fyrirmyndir þið hjónin
    LOVE LOVE

    • AndreA

      5. November 2019

      Þú ert BEST
      PARTÝVAKTINN klikkar ekki með þér ,,, never a dull moment
      Til hamingju með tíu árin þú <3 átt þau með okkur enda búin að standa vaktina í 11 ár hahah
      LoveloveloveYou

  2. Helgi Omars

    5. November 2019

    Stórkostlega Andrea!! <3

    Ég er meira segja á landinu til að fagna með þér!! <3

    • AndreA

      5. November 2019

      JESSSSSSSSSSSS GET EKKI BEÐIÐ HELGIIIII

  3. Elísabet Gunnars

    5. November 2019

    TIL HAMINGJU ELSKU VINKONA <3

    • AndreA

      5. November 2019

      TAKKK love <3
      Og takk fyrir allt sem þú hefur gert með mér <3

  4. Helena

    5. November 2019

    Til hamingju með 10 árin <3

    Þið eruð æði. Þetta er besta búðin og takk fyrir að hjálpa mér að gera brúðkaupsdaginn minn ógleymanlegan í flottasta dressinu <3

    • Andrea

      6. November 2019

      Okkar var gleðin elsku Helena <3 OG já þú varst Gordíusssss

  5. Guðrún Sørtveit

    5. November 2019

    Innilega til hamingju <3 Þú ert svo flott og fyrirmynd!!

  6. Hildur Sif

    7. November 2019

    Til hamingju með þennan stóra áfanga hæfileikaríka Andrea! <3