fbpx

JÓLAPAKKA INNPÖKKUN – HUGMYNDIR

DIYJÓL

Pinterestið mitt er að fyllast af jólapökkum og jólatrjám (næsta blogg ).  Hvernig á að pakka inn í ár?
Þar sem að slaufan er að taka yfir hjá mér hægt og rólega, fyrst á aðventukransinum, næst á jólatrénu og svo á ólíklegustu stöðum hérna í kringum mig þá hlýtur hún að enda á jólapökkunum líka. Sjá líka:AÐVENTUKRANS & JÓLATRENDIÐ? SLAUFUR:

Minimalískur jólapappír & dramatísk slaufa ?
Mig langar að hafa pakkana mína í ár einlita og leyfa slaufunni að vera aðalatriðið, hún verður helst að vera pínu stór og breið, helst úr mjúku satíni sem fellur vel. Ég keypti alveg hvítan jólapappír í Garðheimum og planið var að hafa slaufurnar hvítar líka. Hvítt á hvítu en því meira sem ég skoða þá verð ég alltaf skotnari og skotnari í rauðum slaufum, sjáum til hvernig þetta endar hjá mér.  Það verður a.m.k. hvítur pappír svo er spurning hvernig slaufurnar verða á litinn. Ég kaupi borðana/slaufurnar í Föndru, þar eru þær til í allskonar litum og breiddum.

Hér er smá pinterest jólapakka inspó.

 

xxx
AndreA

JÓLAKJÓLAR - ÁRAMÓTAKJÓLAR - AndreA

Skrifa Innlegg