Hér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka sem ég útbjó í samstarfi með Innnes. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata, jalapeno ásamt cheddar-og havarti ost. Nammii! Ég kaupi nánast alltaf þessa sósu þegar við grillum hamborgara en hún er alveg jafn góð á svona djúsí samlokur. Mæli með að bera fram með óáfengum Corona bjór, hann er virkilega góður.
Fyrir tvo
1 súrdeigs baguette (keypti í Krónunni)
Smjör
2 sneiðar kjúklingaskinka (ekki reykt)
4 sneiðar silkiskorin skinka
4 sneiðar havarti ostur
2 sneiðar mjúkur cheddar ostur í sneiðum
1-2 msk jalapeno úr krukku, smátt skorinn
Salat eftir smekk
1 tómatur
Heinz Burger Sauce
Aðferð
- Byrjið á því að skera baquette brauðið í tvennt og svo í þversum þannig að úr verða tvær samlokur.
- Smyrjið allar brauðsneiðarnar með smjöri og dreifið skinku, havarti – og cheddar ostasneiðunum ofan á.
- Leggið brauðið ofan á ofnplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 180°C. Mæli með að stilla á grill á ofninum.
- Því næst dreifið jalapeno eftir smekk, salati, tómötum og sósunni. Lokið samlokunum og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg