fbpx

HELGARKOKTEILLINN: JARÐARBERJA GIN & TÓNIK

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Jarðaberja gin og tónik er ljúffengur og ferskur drykkur, jarðaberin gefa svo gott, sætt og ferskt bragð í drykkinn. Sumarlegur drykkur sem ég mæli með að þið prófið.

1 drykkur
2-3 fersk jarðaber
5 cl Martin Miller’s gin
1 cl sykursíróp
2 dl tónik
Klakar
Lime sneið

Aðferð

  1. Byrjið á því að merja jarðaberin og blandið þeim saman við sykursíróp.
  2. Hellið jarðaberjunum í gegnum sigti í hátt glas.
  3. Bætið við gini, tónik og hrærið varlega saman.
  4. Bætið klökum útí og lime sneið. Njótið.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

SHAKSHUKA ALA HILDUR RUT MEÐ RICOTTA OSTI

Skrifa Innlegg