fbpx

HELGARKOKTEILLIN: BASIL GIMLET

DRYKKIRUppskriftir

Basil gimlet er svo ferskur og góður kokteill. En svo skemmir ekki hvað það er einfalt að útbúa hann. Hann hefur lengi verið vinsæll á Íslandi og núna loksins ætla ég að deila með ykkur uppskrift. Þetta er klassískur gimlet kokteill sem inniheldur gin, lime safa, sykursíróp og svo punkturinn yfir i-ið er fersk basilika. Ef að þið hafið ekki prófað hann þá mæli ég mikið með að þið gerið það.

1 drykkur
6 basiliku laufblöð
6 cl Roku gin
3 cl sykursíróp
3 cl safi úr lime
Klakar

Aðferð

  1. Setjið basiliku í kokteilahristara og merjið hana.
  2. Bætið út í gini, sykursírópi, safa úr lime og klökum.
  3. Hristi vel saman í 15-20 sekúndur.
  4. Hellið í fallegt glas í gegnum sigti og skreytið með basilku laufblöðum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

STÖKKAR GRÆNMETIS TOSTADAS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    31. January 2022

    yum! verð að prófa asap xxx

    • Hildur Rut

      1. February 2022

      ooo já, svo gott! <3