Þessa klassísku og ljúffengu humarsúpu útbjó ég í samstarfi við Innnes og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Planið mitt er að útbúa þessa súpu á Þorláksmessu og bera hana fram sem forrétt á aðfangadag. Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum jólin heima hjá okkur og þar af leiðandi í fyrsta skipti sem ég elda mat á aðfangadagskvöld. Ég er mjög spennt og þessi humarsúpa verður frábær forréttur. En ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
Fyrir 6
600 g humar frá Sælkerafiski
1 msk ólífuolía
30 g smjör
2 gulrætur
1 laukur
1 lítill vorlaukur
1 rauð paprika
3 hvítlauksrif
3 msk tómatpúrra frá Hunts
1 msk fersk steinselja
Salt og pipar eftir smekk
2 msk humarkrafur frá Oscar
1 kjúklingakraftur frá Oscar
1-2 tsk Thai red curry frá Blue dragon
1 lítri vatn
2 dl Muga Rioja hvítvín
500 ml – 800 ml rjómi
Berið fram með léttþeyttum rjóma og ferskri steinselju
Aðferð
- Byrjið á því að blanda einu pressuðu hvítlauksrifi og ólífuolíu saman við humarinn og takið hann til hliðar.
- Skerið gulrætur, lauk, vorlauk og papriku gróft.
- Steikið upp úr smjöri og leyfið því að mýkjast.
- Bætið við tveimur pressuðum hvítlauksrifum, steinselju, hvítlauki, tómatpúrru, humarkrafti, kjúklingakrafti, salt og pipar. Hrærið öllu vel saman.
- Bætið vatni saman við og hrærið. Setjið lok á pottinn og leyfið súpunni að malla á vægum hita í eina klukkustund.
- Notið töfrasprota til að mauka súpuna. Maukið þar til hún verður slétt og allt grænmetið vel blandað.
- Blandið hvítvíni og rjóma saman við og leyfa að malla í 5 – 10 mínútur.
- Bæta humri saman við í lokin og leyfið honum að eldast í 2-3 mínútur.
- Berið fram með léttþeyttum rjóma og steinselju.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg