Svo ljúffengar litlar eggjamuffins með osti og bornar fram með tómötum, avókadó, hvítlaukssósu og Sriracah. Hentar stórvel í brönsinn. Svo einfalt, fljótlegt og gott. Einnig er gott að setja skinku, beikon eða annað í eggjablönduna. Mæli með að þið prófið!
Uppskrift gerir 12 eggjamuffins
10 egg
1 dl rifinn parmesan ostur
1,5 dl rifinn cheddar ostur
1/2 pakkning Philadelphia rjómaostur
Chili flögur eftir smekk
Salt & pipar
Meðlæti
Kokteiltómatar
Avókadó
Hvítlaukssósa
Sriracha sósa
Kóríander
- Pískið eggin í skál. Blandið parmesan osti, cheddar osti og rjómaosti saman við. Kryddið eftir smekk.
- Dreifið ólífuolíu eða spreyið muffinsformfyrir 12 kökur með PAM. Einnig er hægt að klippa bökunarpappír í stærð 12×12 og dreifa í formin.
- Dreifið eggjablöndunni jafnt í formin og stráið smá cheddar osti yfir.
- Bakið í 12-15 mínútur við 180°C eða þar til eggin eru fullbökuð.
- Berið fram með kokteiltómötum, avókadósneiðum, hvítlaukssósu, sriracha sósu og smá kóríander. Njótið.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg