fbpx

FLJÓTLEG BLEIKJA MEÐ FETAOSTI, HUNANGI OG PISTASÍUM

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ég elda fisk 1-2 í viku og mér finnst æðislegt þegar uppskriftin er fljótleg! Ég er alltaf að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir og hér kemur ein sem er mjög ljúffeng, einföld og fljótleg. Bleikja með stöppuðum fetaosti, hunangi og pistasíum. Gott að bera fram með fersku grænmeti, kartöflum, rótargrænmeti og kaldri sósu. Mæli með að þið prófið! Svo hollt og gott.

Fyrir tvo-þrjá
500 g bleikja
Ólífuolía
Salt & pipar
100 g hreinn fetaostur
1-2 msk hunang
70 g pistasíur

 

Aðferð

  1. Smátt skerið pistasíur og stappið fetaostinn.
  2. Leggið bleikjuna á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
  3. Dreifið ólífuolíu yfir og saltið og piprið eftir smekk.
  4. Dreifið fetaostinum yfir bleikjuna ásamt hunanginu og pistasíunum.
  5. Bakið í 15 mínútur við 200°C eða þar til bleikjan er fullelduð. Njótið með góðu meðlæti.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LITLAR OSTAFYLLTAR BRAUÐBOLLUR

Skrifa Innlegg