fbpx

LITLAR OSTAFYLLTAR BRAUÐBOLLUR

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Gómsætar fylltar brauðbollur með rjómaosti og sesamblöndu sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Fullkomið með ísköldum bjór sem snakk eða forréttur. Sniðugt að bera fram í þeim veislum og matarboðum sem framundan eru. Svo finnst mér þær svo fallegar fyrir augað. Philadelphia rjómaostur með graslauk, cheddar ostur, vorlaukur og sesamblanda með smjördeigi er frábær blanda. Namm!

Uppskrift að 36 litlum brauðbollum
430 g smjördeig, frosið (6 plötur)
5-6 dl rifinn cheddar ostur
1 pkn Philadelphia rjómaostur með graslauk
6 vorlaukar
1-2 egg

Sesamblanda (eða kaupa tilbúið út í búð)
3 msk ljós sesamfræ
3 msk svört sesamfræ
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt

Aðferð

  1. Byrjið á því að afþýða deigið.
  2. Skerið vorlaukinn smátt og blandið saman í skál við rjómaost og ca. 3 dl rifinn cheddar ost. Hrærið vel saman með skeið.
  3. Notið teskeið og hendurnar til að útbúa litlar kúlur úr rjómaostablöndunni og geymið á smjörpappír eða disk.
  4. Fletjið út smjördeig þar til það verður í kringum 26×15 cm. Skerið deigið í sex þríhyrninga.
  5. Dreifið 1 msk af rifnum cheddar osti yfir deigið, þjappið og brjótið saman (sjá á mynd).
  6. Setjið litlu ostakúlurnar í miðjuna á deiginu og pakkið þeim inn. Myndið litlar kúlur úr deiginu og passið að loka ostafyllinguna alveg  inni. Mér finnst gott að dýfa puttunum og nota til þess að loka alveg deiginu.
  7. Blandið saman í sesamblönduna og hellið á disk. Pískið egg í skál.
  8. Dýfið bollunum í eggin og svo sesamblönduna. 
  9. Að lokum dreifið bollunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 12-20 mínútur. Fyllingin og osturinn gæti lekið aðeins úr bollunum en það gerir þær ekkert verri. Njótið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TÍGRISRÆKJUSALAT MEÐ MANGÓ & SPÆSÍ MAJÓ

Skrifa Innlegg