Hæ elsku lesendur! Það er orðið langt síðan að ég gerði færslu á persónulegu nótunum en síðustu mánuðir hafa verið fljótir að líða og allt í einu er langt liðið á haustið og búmm, samkomubann skollið aftur á. Núna er því um að gera að taka því rólega og reyna að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu. Það er svo mikilvægt að horfa á það jákvæða og reyna að njóta lífsins og leika sér aðeins.
Hér koma síðustu tveir mánuðir í myndum. Vonandi hafið þið gaman að sjá aðeins hvað ég er að bralla dagsdaglega.
Við máluðum svalirnar hvítar og vá hvað ég er ánægð með útkomuna! Við vorum búin að hugsa mikið um það hvað við vildum gera eins og flísaleggja, mála osfrv. og þetta var lokaniðurstaðan. Við máluðum þær með hvítri skipamálningu frá Sérefni. Svalirnar eru lokaðar og ég nota þær mikið þegar ég tek myndir – mitt litla mini studio.
Við settum upp gardínur í stofunni. Við erum með screen rúllugardínur en mig langaði alltaf í fallegar gardínur á brautum. Við vissum ekki hvað við vildum nákvæmlega og vorum við að hugsa um að láta sérsauma þær en svo rakst ég á þessar gardínur í H&M home. Mér finnst þær geggjaðar! Ódýr og sniðug lausn!
Herbergið hennar Eddu fékk líka smá upplyftingu. Við fluttum inn fyrir meira en ári síðan og ég er ennþá að vinna í því að gera fínt. Keyptum þessar skúffueiningar fyrir dótið hennar í Ikea og mér finnst þær koma mjög vel út.
Fullt af nýjum plöntum sem fara í bað vikulega.
Bústaðar huggulegheit í nýja bústaðnum hjá tengdó.
Foreldrafrí með góðum vinum í haustlitunum í bústað við Þingvallavatn. Dásamleg ferð þar sem við spiluðum, borðuðum, drukkum og höfðum það notalegt inni í rigningunni.
Vinna fyrir Pennann Eymundsson og margir kaffibollar með því. Ég er svo mikil kaffikona að mér finnst það sko heldur betur ekki leiðinlegt.
Ný haustföt fyrir börnin úr uppáhalds versluninni Bíumbíum. Þessi verslun og vörumerki eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Edda byrjaði í dansfjöri í Plié listdansskólanum. Mikil krúttlegheit! Núna verður smá pása í samkomubanninu en við bíðum bara spennt eftir að mæta aftur fljótlega.
Ég byrjaði í skóla en ég stefni á að klára ljósmyndun í Tækniskólanum á næstu árum og er í fjarnámi með vinnu.
Edda varð 2 ára 12. september og buðum við nánustu fjölskyldu í veislu sem heppnaðist mjög vel. Afmæliskakan var svo góð en hér er uppskriftin.
Takk fyrir að lesa & reynið að njóta í rólegheitum næstu vikur :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg