fbpx

PÍTA MEÐ HUMRI, BEIKONI OG BASIL SÓSU

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Humar og beikon í brauði með guðdómlegri sósu, þarf eitthvað að segja meira? Í samstarfi við Hatting þá nota ég þetta dásamlega góða pítubrauð frá þeim og það er frábært að eiga það til í frystinum. Þessi píta er ein sú allra besta sem ég hef smakkað ef pítu má kalla! Innblásturinn að uppskriftinni er samloka sem fékkst á Rabbarbarnum en sá staður er því miður hættur og verður sárt saknað.

Fyrir 3-4
Pítubrauð frá Hatting
500 g skelflettur humar, frosinn
2-3 msk fersk steinselja, söxuð
2 lítil hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskur sítrónusafi
1-2 msk Ólífuolía
Salt og pipar
Smjör til steikingar
8-12 sneiðar af beikoni (eftir smekk)
Kokteiltómatar, skornir í sneiðar
Klettasalat  

Basil sósa
2-3 dl fersk basilka
4 msk majónes, ég notaði frá Hellmanns
2 msk sýrður rjómi
1 msk hunang
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
Salt og pipar 

Aðferð

  1. Veltið humrinum uppúr steinselju, hvítlauk, sítrónusafa, ólífuolíu, salti og pipar. 
  2. Bakið beikonið í 8-10 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið vel stökkt.
  3. Á meðan beikonið er að bakast þá steikið þið humarinn uppúr smjöri, tekur örfáar mínútur.
  4. Hitið Hatting pítubrauðið í ofninum eða í brauðristinni.
  5. Útbúið basil sósuna. Ég blanda öllu saman með töfrasprota en það er ekkert mál að saxa basilikuna smátt og blanda öllu saman með skeið.
  6. Fyllið pítubrauðið með sósunni, klettasalati, tómötum, beikonsneiðum og humrinum eftir smekk.

Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

GRILLUÐ SMÁKAKA MEÐ KARAMELLUSÓSU

Skrifa Innlegg