fbpx

TACO MEÐ KJÚKLINGI OG FERSKUM MAÍS

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Mjúkt taco með kjúklingi, ferskum maís, fetaosti, avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er svakalega góð blanda! Toppurinn yfir i-ð er maís- og fetaostablandan – hún er svo góð að ég get borðað hana eintóma með skeið. Nammi! Taco er einn besti réttur sem ég fæ en mér finnst líka svo skemmtilegt að elda það og prófa eitthvað nýtt. Svo er stemning að borða það með höndunum og vera smá subbulegur í leiðinni. Mér finnst ómissandi að setja avókadó á mitt tacos en gaman að breyta til með annað hráefni. Þetta taco er svo gott að þið verðið að prófa!

Ég mæli með þremur taco á mann
Litla tortillur (fást t.d. í Hagkaup og Fjarðarkaup)
3 kjúklingabringur (gott að nota t.d. oumph í staðinn)
1 tsk chipotle krydd
1 tsk cumin
1 tsk salt
1 tsk laukduft
2 msk ólífuolía
Safi úr ½ lime

Hvítkál (má sleppa)
1-2 avókadó
1-2 tómatar
1-2 msk safi úr fersku lime
Ferskur kóríander, smátt skorinn

2 ferskir maískólfar
2 msk smjör
2 dl fetakubbur, stappaður
2 msk majónes
1 tsk cayenne pipar

Aðferð

  1. Byrjið á því að setja maískólfana í álpappír, dreifið smjöri yfir þá og lokið álpappírnum. Bakið í 30 mínútur við 190°C
  2. Skerið kjúklinginn í litla bita og setjið í skál. Kryddið með chipotle kryddi, cumin, salti og laukdufti og dreifið ólífuolíu og lime yfir allt. Hrærið vel saman.
  3. Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
  4. Þegar maískólfarnir eru tilbúnir þá skerið þið maískornin af þeim og setjið í skál. Blandið stöppuðum fetakubbi, majónesi og cayenne pipar saman við maísinn og hrærið vel saman.
  5. Skerið avókadó og tómata smátt og blandið saman við safa úr lime.
  6. Skerið hvítkálið í litlar ræmur.
  7. Steikjið tortillurnar upp úr smá olífuolíu þar til þær verða rétt gylltar á lit.
  8. Að lokum raðið hvítkálinu, avókadó og tómötum, kjúklingnum, maís-og fetablöndunni og ferskum kóríander á tortillurnar.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TORTELLINI MEÐ BEIKONI, SVEPPUM OG FERSKUM ASPAS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

    • Hildur Rut

      24. May 2020

      Svoo gott! <3

    • Hildur Rut

      12. June 2020

      ❤️??

  1. Dana

    31. May 2020

    Takk fyrir uppskriftina. Þetta sló alveg í gegn á mínu heimili um daginn! Verður klárlega gert aftur, svo gott :)

    • Hildur Rut

      12. June 2020

      Æ en gaman að lesa! Takk fyrir að senda? Ég er sammála þér, svo gott!?