Nú eru fermingar framundan og að mörgu að huga fyrir stóra daginn. Gallerí 17 hefur í gegnum árin dregið fermingartískuvagninn og eru með gott úrval fyrir fermingarbörn. Þau leggja mikið í þetta og skipuleggja stóra myndatöku ár hvert og hafa gert það svo lengi sem ég man.
Ísabella er að fermast í ár og var ein af fermingarmódelunum hjá Gallerí 17 þannig að ég fékk að fylgja henni eftir og skoða línuna vel. Það sem mér þykir skemmtilegast að sjá er hvað úrvalið er fjölbreytt og bíður upp á að hver og einn getur púslað saman sínu dressi úr möguleikunum sem í boði eru og sett þannig sinn persónulega stíl á lúkkið.
Gallerí 17 fékk til liðs við sig úrvals fólk.
Ljósmyndari: Saga Sig
Hár: Katrín Sif Jónsdóttir
Förðun: Viktoría sól Birgisdóttir
Stílesering: Ragnheiður Ísdal & Hákon Helgi Bjarnason
Umsjón: Helena Gunnars Marteinsdóttir & María Einarsdóttir.
Til ykkar sem eruð að leita af kjól langar mig að benda á eitt sem Ísabella gerir við margar flíkur. Ef henni finnst kjóllinn eða skyrtan eins og í þessu tilfelli of opinn eða fleginn þá snýr hún kjólnum við og hefur hann fleginn eða opinn í bakið en lokaðan að framan. Hún gerði það einmitt við þessa skyrtu sem hún er í hér á myndunum og það kemur mjög vel út.
Módel: Aníta Karen – Brynjar Orri – Fjölnir Kári – George Atli – Hrefna Lind – Ísak Máni – Ísabella María- Jón Arnór – Magnea – Magnús – María Svana – Saga – Salka Dögg – Sóley & Theodór.
–
Nú þarf fermingarmamman aldeilis að fara að bretta upp ermarnar og skipuleggja :)
xxx
Andrea
Skrifa Innlegg