Þá er þessi páskagleði/páskafrí búið, rútínan reif hressilega í þennan morguninn þegar klukkan hringdi kl 07:00.
Páskarnir voru öðruvísi hjá okkur en vanalega, við vorum öll hingað og þangað um heiminn en allir glaðir að gera sitt.
Við Ísabella áttum nokkra frábæra daga með foreldrum mínum á Spáni, Orihuela svo áttum við nokkra daga bara tvær saman, hittum Magnús (strákinn minn) hérna í mýflugumynd en hann var á svipuðum stað og við í æfingaferð með fótboltanum. Við fengum svo frábæra gesti um páskana þegar Sara vinkona mín og Lea dóttir hennar komu til okkar.
Seinni vikan var mjög ó spænsk og skrítin. Það var kalt, grátt og stanslaus rigning. Versta veður í 73 ár á þessu svæði takk fyrir pent. Við tókum bara með okkur sumar kjóla og sandala en ekki gúmmístígvél og regnföt eins og við hefðum þurft þannig að við eyddum töluverðum tíma innandyra en okkur leiddist ekki í eina mínútu þar sem félagsskapurinn var frábær. Listaverkin fæddust á færibandi hjá stelpunum og ég & Sara lærðum á Netflix haha…. Ég horfi mjög sjaldan á sjónvarp og Sara aldrei þannig að við áttum mikið af góðum myndum inni og skemmtum okkur konunglega.
Þetta verða klárlega mjög eftirminnilegir páskar þar sem við sköpuðum fullt af góðum minningum fyrir okkur og dætur okkar í vonda veðrinu á spáni með sól í hjarta & bros á vör (eða langt út á kinn) allan tímann.
–
Á meðan dröslaðist Óli & TEAM STRANGER THAN PARADISE á vasahjólum í Perú niður Andes fjöllin og inn í Amazon frumskóginn. Þeim gekk vel og urðu í öðru sæti yfir hæsta styrkinn til Cool earth …. TAKK til ykkar sem hjálpuðu til þar. Þeir unnu líka fyrir leiðina sem þeir fóru.
Nú er hann kominn til Lima og fer þaðan til NYC og svo heim…..
Ég er mjööööög fegin að þetta er búið og allir eru heilir á húfi :)
Lovelove
Andrea
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg