Mér ásamt frábærum konum var boðið að koma í Epal að mála okkar eigin útfærslu af hinum fræga Omaggio vasa frá Khaler.
Öllum var frjálst að mála það sem þeir vildu, hvort sem að það væru klassísku rendurnar eða eitthvað annað, en það kom virkilega á óvart hversu vandasamt það er að mála þessar rendur sem í raun virka svo einfaldar.
Ég er ekki mikið í að teikna & mála en er komin í þó nokkuð góða æfingu við að mála á egg fyrir páskana sem er fjölskylduhefð sem kom að góðum notum þetta kvöldið.
Ég málaði það sem ég kann og er vön að gera … kjóla :)
Þetta var rosalega gaman og ég fattaði hvað það er langt síðan ég settist síðast niður og leyfði mér bara að skapa eitthvað alveg óháð vinnunni. Maður gefur sér einhvern veginn aldrei tíma.
Vasana skildum við svo eftir en þeir verða sendir aftur til Kaupmannahafnar þar sem þeir fara í brennslu ofninn eða glerjun og koma glansandi fínir til baka.
Það verður spennandi að sjá hvernig litirnir og áferðin eiga eftir að breytast.
Það er svo gott fyrir mann að skilja og sjá hvernig hlutirnir verða til. Við skoðum bara í búðarglugga og lítum á verðmiðann án þess að gera okkur nokkra grein fyrir hvernig hluturinn varð til. Hver gerði hann, hver sat og vandaði sig við að handmála á hann, hver sat og saumaði hvert einasta spor, hversu margir snertu hann, fóru höndum um hann áður en hann kom með mér eða þér heim ?
Ég taldi það einu sinni á einni peysu sem ég var að framleiða, þegar ég hengdi hana upp í búðinni þá var ferðalag peysunnar búið að fara í gegnum hendurnar á a.m.k 10 manns (þessi peysa var framleidd hér á Íslandi). 10 manns sem mæta í vinnuna á hverjum degi og gera það sem þau eru góð í.
Þegar maður skilur betur hvaðan hlutirnir koma þá þykir manni ennþá vænna um þá.
Hversu margir hafa lagt hönd á plóg & vandað til verka til að við getum notið þess að setja blómin okkar glöð í fallegan vasa eða sposserað niður Laugaveginn í nýju peysunni okkar?
Ég mæli með því að næst þegar þú kaupir þér hlut eða flík, hugsaðu þá fallega til manneskjunnar sem bjó þetta til fyrir þig <3
Þvílík einbeitnning ! Ótrúlega skemmtilegt kvöld og gaman að fá að prófa !
LoveLove
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg