Fyrir u.þ.b. ári síðan tók ég þátt í Alexander Wang x H&M brjálæðinu og hef sjaldan upplifað aðra eins vitleysu og hugsaði með mér að það yrði sennilega mín síðasta þáttaka í þessu rugli. Ég var því hálffegin að komast ekki í H&M þegar BALMAIN línan kom í búðirnar með tilþrifum, get bara rétt ímyndað mér ástandið sem var sennilega margfalt verra en í fyrra þó vissulega voru nokkrar flíkur sem ég varð hrifin af úr línunni. Mér finnst þetta bara persónulega einum of yfirdrifið og almennt hef ég verið að minnka fatakaupin alverulega vegna ýmissa ástæða en það er ef til vill efni í sér bloggpóst.
En tveimur vikum eftir að línan mok seldist upp kíkti ég í H&M og rakst á eitt stk bakpoka og veski úr línunni sem ég ákvað svo að kaupa en ég hef verið í leit að bakpoka fyrir manninn minn í þó nokkurn tíma núna. Veskið kostaði 249,-dkk sem mér finnst mjög gott verð fyrir leðurveski, var einmitt að leita að veski í þessari stærð
Við höfum bæði náð að nota bakpokann nokkuð oft í þessa rúma viku sem við höfum átt hann.
Hann kemur sér nefnilega voðalega vel þegar við förum að versla í matinn og ég segi ”við” því að það er mjög hentugt að geta sjálf stolist í hann af og til.
..
After the Alexander Wang x H&M madness last year I thought to myself that I would never participate in that kind of ”nonesense” again. So this year I was kinda relieved that I couldn’t make it to the launch of Balmain x H&M which was probably 100 times worst than last year even though there were some items from the collection that I really liked. Two weeks after the launch I visited H&M and stumbled up on the backpack and wallet from the collection at the store here in Aarhus and since I’ve been searching for a backpack for my other half for a while now I decided to buy them. The bag has been used frequently for grocery shopping and it’s nice to be able to use it myself from time to time!
PATTRA
Skrifa Innlegg