Þar sem helgin nálgast óðfluga langar mig að deila með ykkur einföldum en afar djúsí laxarétt sem er eldaður reglulega á okkar heimili. Húsbóndinn á heimilinu er nefnilega ekki svo mikill sjávarrétta aðdáandi ólíkt mér, þar af leiðandi finnst mér skemmtilegt að finna upp á fiskirétti sem honum þykir góður og þessi er í miklu uppháhaldi. Þessi er réttur er kanski ekki sá hollasti þess vegna hentar hann kanski extra vel fyrir komandi helgi!
Aðferðin er ótrúlega einföld en ég er hér með heilt laxarflak á bökunarpappír og byrja á því að krydda með salt&pipar, hvítlauksduft, kreisti einnig sítrónusafa yfir ásamt olífuolíu. Þar á eftir raða ég rjómaosti yfir hér og þar eins og sést á myndunum, nota gjarnan rjómaost með púrlauk/blaðlauk bragði því að mér finnst það passa vel við laxinn. Kirsuberjatómatar raðast síðan ofan á ostinn ásamt steinselju og að lokum raða ég sítrónusneiðum í kringum fiskinn mæli einnig með smá skvettu af olífuolíu yfir herlegheitin áður en laxinn bakast í ofni..
Smá extra ostur ofan á áður en þessu er skellt inn í ofn í cirka 15-20 mín.
..OG voila! Vona að þið prófið og ef svo fer, látið mig endilega vita hvernig til tókst :-)
..
PATTRA
Skrifa Innlegg