fbpx

TRENDNÝTT

WEEKDAY VERÐUR OPIÐ ALLAN SÓLAHRINGINN

KYNNING

Í fréttum er þetta helst!! Og þið lásuð það fyrst hér á Trendnet.

Frá og með 31. október ætlar Weekday að opna fyrir netverslun á Íslandi – fréttir sem eflaust margir fagna.
Weekday opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í maí mánuði á þessu ári en verslunin er staðsett á annarri hæð í Smáralind. Trendnet var á staðnum. Opnunin í Kópavogi var næst stærsta opnun Weekday frá upphafi en sú stærsta var á Regent Steet í London.



Weekday var stofnað árið 2002 og er með verslanir í tólf löndum, en mun nú færa út kvíarnar og bjóða netverslun í 71 landi um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Saga verslunarinnar er áhugaverð en hún var stofnuð í Stokkhólmi og fyrst undir nafninu Weekend og var þá bara opin um helgar. Vinsældirnar gerðu það þó að verkum að nafninu var breytt í Weekday og opnunartíminn var lengdur. Það var síðan H&M risinn sem keypti verslunina og er hún hluti af þeirra neti í dag. Weekday hefur opnað í stórborgum eins og París og London og hefur náð mikilli útbreiðslu síðustu misserin, opnun Weekday á Íslandi hluti af þeirri stefnu.

Við verðum á “refrash” takkanum þann 31.október því Trendnet fagnar svona fréttum svo sannarlega. Meira: HÉR

//
TRENDNET

 

 

FULLT ÚT ÚR DYRUM ÞEGAR GEYSIR KYNNTI FIMMTU FATALÍNU ERNU EINARSDÓTTUR

Skrifa Innlegg