fbpx

TRENDNÝTT

VINIR Á INSTAGRAM

FÓLK

Það er óhætt að segja að gömlu góðu F.R.I.E.N.D.S eigi sína “fans” á Instagram miðað við viðbrögðin sem Jennifer Aniston fékk á sína fyrstu mynd á samfélagsmiðilinn. Jennifer birti sjálfu af sér og meðleikurum sínum úr sjónvarpsþáttunum Friends.

Myndin er í lélegum gæðum enda bara tekin til gamans sagði Jennifer við erlendan miðil. Með myndinni sló Jennifer met í fylgjendafjölda á tíma en hún var komin með milljón fylgjendur á aðganginn sinn eftir 5 klukkustundir á Instagram. Áður voru það Meghan og Harry sem náðu slíku hæpi þegar þau opnuðu sameiginlegan reikning á vordögum.

Vertu velkomin á Instagram @jenniferaniston – við fögnum þér í flóruna!

//
TRENDNET

KAUPUM ÍSLENSKAN varasalva til styrktar Bleiku slaufunni

Skrifa Innlegg