Trendnet sagði ykkur HÉR þegar fréttir bárust af því að sænska verslunin Weekday væri væntanleg til landsins. Þær fréttir fóru í loftið um miðjan nóvembermánuð en nú, hálfu ári síðar, er biðin á enda. Verslunin mun opna í Smáralind þann 23. maí næstkomandi klukkan ellefu.
Weekday var stofnað árið 2002 í Svíþjóð en tískumerkið sækir innblástur sinn til ungmenna og götutísku. Í dag má finna verslanir Weekday í tíu löndum og á nítján markaðssvæðum en markmið Weekday er að bjóða upp á einstaka hönnun og framandi úrval af dömu – og herra fatnaði sem og fylgihlutum.
Verslunin verður staðsett í 750 fm verslunarrými Smáralindar, stærstu verslunarmiðstöðvar á Íslandi en hugsjón Weekday hverfist að mörgu leiti í kringum upplifun. Umhverfi verslunarinnar spilar jafnframt veigamikið hlutverk þar sem nútímalegt yfirbragð ræður ríkum og er óhætt að lofa viðskiptavinum ógleymanlegri heimsókn í verslunina.
Trendnet telur niður í opnunardaginn sem er fimmtudagurinn 23. maí, þar mun Weekday gera vel við viðskiptavini og gefa 40% afslátt af fyrstu 100 kaupum í versluninni. 20% afsláttur verður svo af öllu, allan opnunardaginn (!) – VEL GERT!
Psst: 20% afslátturinn verður áfram yfir opnunarhelgina en þó með smá skilyrðum. Rétt merkt mynd á Instagram mun gefa sama afslátt, #inweekday og @weekdayofficial
Verslunin verður opin frá 11:00 – 21:00 fyrsta opnunardaginn í Smáralind en svo mun fjörið halda áfram á Prikinu (20 ára aldurstakmark) frá klukkan 21:00 þar sem GDRN, AUÐUR og DJ KARÍTAS sjá fyrir fjörinu.
Allar frekari upplýsingar um opnunina finnið þið HÉR og um partýið um kvöldið HÉR
Sjáumst í stuði.
TRENDNET
Skrifa Innlegg