fbpx

TRENDNÝTT

BARÞJÓNAKEPPNI Á KJARVALSTÖÐUM: stærsta og virtasta keppni sinnar tegundar

FÓLKKYNNING

World Class Barþjónakeppnin verður haldin á Kjarvalsstöðum í kvöld, miðvikudaginn 15.maí. Keppnin gengur út á það að auka upplifun, lyfta gæðum, meiri þekkingu, umhverfisvernd og allt sem því tengist í heimi kokteila.

“Íslenskir barir hafa sýnt mikinn metnað síðustu ár og það er mikið World Class keppninni að þakka”, segir Sóley Kristjánsdóttir forsvarsmaður keppninnar. World Class barþjónakeppnin er sú stærsta og virtasta sinnar tegundar.

Í kvöld er lokakvöld keppninnar og munu 4 barþjónar kappa til úrslita í hraðakeppni. 8 ólíkir kokteilar á 8 mínútum uppá sviði er áskorunin sem býður uppá mikla spennu og sjónarspil. Að lokum verður besti barþjónn landsins krýndur og fer hann út fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu keppnina.

Einn af betri barþjónum heims í dag, Kevin Padnote, er staddur á landinu til að dæma keppnina í kvöld en það er mikill heiður fyrir íslenska kollega hans að fá svo stórt nafn til landsins. Trendnet tók stutt spjall við Kevin til að kynnast betur heimi barþjónsins og var mjög áhugavert að heyra í manni með svo mikinn metnað fyrir sínu starfi.

Kevin Patnote 

Hvernig er þróunin í kokteilum og hvaða trend eru í gangi?
Kokteilar með tequila grunni hafa verið að vaxa undanfarið. Fólk er einnig farið sjá fegurðina í agave drykkjum og eru þeir notaðir í fleiri drykki en hina klassísku margarítu. Annars má segja að aperitif stíllinn sé vaxandi og drykkir sem innihalda minna magn af áfengi verða sífellt vinsælli. Neytendur sækja í heitara veðurfar og því verða drykkir sem passa vel við þessar aðstæður í góðra vina hópi alltaf vinsælir – ferskir og svalandi.

Hvaða kokteil mælir þú með fyrir sumarið?
Einn af mínum uppáhalds drykkjum er Tequila og Tonic, ég bæti þó oftast við smá sætu víni eins og Sherry eða Vermouth til þess að mýkja aðeins samsetninguna. Þá er gott að bæta við góðri kreistu af lime og smá grænum pipar til þess að kalla fram þetta fallega “earthy” bragð í Don Julio.

Hverjir eru þínir 3 uppáhalds?
Ég elska Frozen Margarita, það er svo hress og skemmtilegur drykkur og hann dregur úr alvarleika kokteilanna. Ég á síðan erfitt með að afþakka marga klassíska drykki eins og Gin Martini eða Negroni.

Getur þú komið með góðar hugmyndir af kokteilum (mocktails) fyrir þá sem ekki drekka áfengi?
Ég elska að blanda drykki sem innihalda te í stað áfengis, biturleikinn sem tannin tesins hefur kemur í stað áfengihlutans þínum uppáhalds drykk. Aðrar leiðir eru að skipta út freyðivíni fyrir Kombucha eða skipta út sterku áfengi fyrir áfengislausa möguleika eins og Seedlip er alltaf góður valkostur. Semsagt engin fyrirstaða til að taka þátt í fjörinu.

Hvað einkennir góðan barþjón?
Góður barþjónn á að vera eins og góður vinur – þeir hlusta á viðskiptavininn og eiga að brugðist við stöðunni, skapinu og öllu því sem er í gangi og þeir bestu taka einhvers konar leiðtogahlutverk fyrir viðskiptavininn. Þannig sjá þeir til þess að viðkomandi skemmti sér vel, líði vel og fái drykki sem passa við stemningu, stað og stund.

Hafa barþjónar umhverfisvernd og sjálfbærni sjónarmið að leiðarljósi?
Sjálfbærni er mjög mikilvægt viðfangsefni í heimi barþjóna í dag. Að sjálfsögðu tökum við þátt með öllum þessum litlu hlutum eins t.d. að hætta að nota plaströr. Þá er einnig vakning hjá barþjónum að gera árstíðarbundna drykki og nota hráefni frá nágrenninu sem einkenna hvert tímabil fyrir sig. Það má nefna fleiri litla hluti eins og að nýta ávexti og kryddjurtir til fullnustu og ekki henda neinu að óþörfu. Semsagt litlir hlutir en sterk skilaboð.

Getur þú mælt með Instagram reikningi fyrir lesendur sem vilja innblástur fyrir heimabarinn?
Hér ætla ég ekki að hika við plögga og  mæla með sjálfum mér – @kevinpatnote :) Ég deili mikið af frábærum drykkjum ásamt heillandi mat. Þá mæli ég með einum góvini mínum @apartment_bartender – hann er með frábæran reikning fyrir heima-barþjóninn þar sem hann er stöðugt að prófa sig áfram með nýjum uppskriftum sem fólk getur auðveldlega leikið eftir.

Að lokum?
Ég hvet ykkur til að styðja við bakið á ykkar local barþjóni! Þegar þið prufið nýjan bar, ekki hika við að tilla ykkur á barinn og blanda geði við barþjóninn. Takið gott spjall við barþjónin, eignist nýja vini og reynið að komast að því hvað þeir eru að skapa. Hver veit – þetta mun kannski skila sér í fríum drykkjum hér og þar :)

Hver verður besti barþjónn landsins? Það kemur í ljós í kvöld!

//TRENDNET 

ELDUM RÉTT Á AFMÆLI: LEYNIST FERÐAVINNINGUR Í ÞÍNUM MATARPAKKA?

Skrifa Innlegg