fbpx

TRENDNÝTT

SVÍAR TAKA YFIR SMÁRALIND


Skandinavíska tískumerkið Monki opnar sína fyrstu verslun á Íslandi.

Við sögðum ykkur í síðustu viku frá þeim fréttum að Weekday sé væntanlegt í Smáralind, HÉR. Nú hefur sænska systurverslunin Monki einnig boðað komu sína og við bíðum spennt.


Báðar verslanirnar eru hluti af hinni vinsælu H&M grúppu sem rekur samtals 9 ólíkar verslanir undir sínum hatti. Má þar nefna H&M og H&M Home, COS, & Other Stories, Monki, Weekday, Cheap Monday, ARKET og Afound.
Monki var stofnað í Svíþjóð árið 2006 og er sjálfstætt vörumerki innan H&M group.

„Ísland er nýr og spennandi markaður fyrir okkur“ segir Jennie Hansson Dahlin, framkvæmdastjóri Monki. „Við hlökkum til að sjá hvernig íslenskir tískuunnendur taka á móti Monki!“


Gestir verslunarinnar stíga inn í Monki-heiminn, fjár- sjóðskistu fulla af glitri og glans þar sem hver hlutur í versluninni segir sína sögu. Hver verslun er skreytt á sinn einstaka hátt þar sem þar sem gengið er í gegnum stórt bogahlið og við blasa ógrynni af glitrandi diskókúlum.

Sænska tískumerkið Monki er einstök blanda af stílhreinni norrænni hönnun og asískri götutísku og hafa hönnuðir þess fylgst grannt með nýjustu straumum og stefnum tískunnar allt frá árinu 2006. Grunnmarkmiðið er að valdefla ungar konur um allan heim og hvetja þær til að tjá sig og vera stoltar af sjálfri sér.

Hér að neðan sjáið þið nokkrar flíkur í boði Monki sem hannar eftir innblæstri frá aðdáendum sínum, við getum tekið þátt í hönnunnin með því að merkja #monkistyle á Instagram. Hér er hamingja og gleði tvistuð saman við tískustrauma.

 

Verið velkomin í verslunar flóruna, Monki.

// TRENDNET

TOPP10 LISTINN: JÓLAMYNDIR

Skrifa Innlegg