fbpx

TRENDNÝTT

RÚLLAÐU BURT ÞREYTU OG ÞROTA MEÐ BL+ EYE SERUM

KYNNINGSJÁLFBÆR TÍSKA

Varan eru áhrifaríkt augnserum sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum, dökkum baugum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu. BL+ Eye Serum hefur fá innihaldsefni og er undirstaðn BL+ COMPLEX sem er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu og nýtir einkaleyfið á hinum lífvirku örþörungum og kísil Bláa Lónsins. Efnið vinnur gegn öldrun húðar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag húðarinnar. Til viðbótar inniheldur serumið jarðsjó Bláa Lónsins, C-vítamín, hýalúrónsýru, koffín og lakkrísrót.

LESIÐ LÍKA: NÝJASTA HÚÐVARAN FRÁ BLÁA LÓNINU HEILLAR ÚTÍ HEIMI

BL+ eye serum formúlan veitir vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif. Viðkvæmt augnsvæðið verður bjartara, frísklegra, þéttara og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og sýnileg þreytueinkenni eru á bak og burt.

Sjáðu muninn með BL+ eye serum

Klínískar prófanir framkvæmdar af húðlækni sýndu að 64% notenda fengu sýnilega minnkun á þrota/pokum undir augum og 67% notenda fengu sýnilega minnkun á dökkum baugum eftir aðeins 4 vikna notkun með BL+ eye serum. Auk þess mældist aukning í rakastigi og þéttleika húðar ásamt minnkun í dýpt hrukkna.

BL+ The Serum, fyrsta varan í BL+ húðvörulínunni, hefur fengið lof um allan heim og hlaut Elle Green Beauty Star 2021 en þau verðlaun hljóta aðeins nýjar vörur á húðvörumarkaði sem hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir virkni og áherslu á sjálfbærni. BL+ Eye Serum er því spennandi viðbót við línuna, til að vinna gegn öldrun húðar og stuðla að heilbrigði hennar.

Trendnet óskar íslenska undramerkinu til hamingju með nýja vöru í spennandi vörulínu sem við hlökkum til að fylgjast áfram með.

//TRENDNET

 

Ítalska Vogue fjallar um Andreu Maack

Skrifa Innlegg