fbpx

TRENDNÝTT

NÝJASTA HÚÐVARAN FRÁ BLÁA LÓNINU HEILLAR ÚTÍ HEIMI

KYNNING
Nýlega gaf Bláa Lónið frá sér nýja og afar spennandi húðvörulínu sem er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu þeirra öfluga teymis – the serum með BL+ COMPLEX.

 

Varan hefur þegar fengið mikla athygli erlendis og er meðal annars á lista ELLE yfir ,,The 2021 ELLE Green Beauty Stars”, en listinn hefur að geyma fjölda spennandi vara. Þá hafa bæði Forbes og Coveteur veitt þessari spennandi vöru athygli á sínum síðum. Hin glæsilega Helena Christiansen er ein af þeim sem nota og kynna vöruna, danska ofurmódelið sem virðist alltaf vera með’etta.

Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins sagði frá meginvirkni vörunnar í samtali við Smartland:

„Meg­in­mark­miðið með nýju BL+-húðvöru­lín­unni frá Blue Lagoon Ice­land er að bjóða upp á hágæða húðvör­ur sem vinna gegn öldrun­ar­ein­kenn­um húðar­inn­ar og stuðla að heil­brigði henn­ar. Kjarn­inn í BL+ er nýtt, bylt­ing­ar­kennt inni­halds­efni, BL+ COMP­L­EX, sem er afrakst­ur 30 ára rann­sókna­vinnu. BL+ COMP­L­EX nýt­ir einka­leyfi á hinum líf­virku örþör­ung­um og kís­il Bláa lóns­ins og bygg­ist á brautryðjandi tækni í sjálf­bærri fram­leiðslu. Við hönn­un á BL+ COMP­L­EX er notuð nátt­úru­leg fos­fólípíðferja til þess að koma ein­stakri blöndu af örþör­ung­um og kís­il djúpt niður í húðlög­in til að há­marka virkni. BL+ COMP­L­EX styrk­ir nátt­úru­leg­ar varn­ir húðar­inn­ar og vinn­ur gegn ótíma­bærri öldrun henn­ar með því að örva ný­mynd­un kolla­gens og vinna gegn niður­broti þess,“ 

Varan er sáraeinföld í notkun eins og við sjáum í myndbandinu að neðan.

Ef þið viljið vita meira þá finnið þið allar upplýsingar hjá Bláa Lóninu – HÉR.

Við erum gríðarlega spennt fyrir þessari nýju viðbót og höldum áfram að hvetja íslenska framleiðslu til árangurs.

//TRENDNET

ÞIÐ BARA VERÐIÐ AÐ SMAKKA RABBABARA JÓGÚRTIÐ FRÁ ÖRNU!

Skrifa Innlegg