fbpx

TRENDNÝTT

ÖLL ORÐIN SEM ÉG FANN

FÓLK


Öll orðin sem ég fann er ljóðabók Töru Tjörvadóttir sem kemur í sölu í dag.

Tara er 30 ára ljósmyndari sem er alltaf að skrifa ljóð sem varð til þess að úr varð einskonar ástarbók ..
Öll orðin sem ég fann er fyrsta ljóðabók Töru sem byggir bókina á andlegu ferðalagi sínu í gegnum fyrri ástarsambönd. Hún vonaðist til þess að orðin gætu kennt henni að eiga í heilbrigðu ástarsambandi við ástina og þegar við flettum í gegnum nokkrar síður sjáum við að einhverjir lesendur ættu að geta tengt og lært af ljóðunum.

 

Bókin skiptist upp í sex kafla sem leiða lesendur í gegnum mismunandi staði í ferli ástarinnar og finnur á leiðinni fjársjóðinn sem sársauki sorgarinnar hefur skilið eftir sig.

Tara ætlaði að halda útgáfupartý í dag, 6.ágúst, en vegna covid-19 takmarkana hefur hún ákveðið að opna þess í stað pop-up búð dagana 6.-9. ágúst.  Þið finnið verslunina á Grettisgötu 3 en frekari upplýsingar fáið þið með því að smella HÉR

TIL HAMINGJU TARA


//
TRENDNET

SIMPLE GEFUR OG GLEÐUR 10 TRENDNET LESENDUR

Skrifa Innlegg