fbpx

TRENDNÝTT

MINNA PLAST HJÁ ÖRNU

KYNNING

Vestfirska og laktósfría mjólkurvinnslan Arna tekur flott frumkvæði og kynnir nú til leiks nýjar og umhverfisvænni umbúðir – við erum heilluð!

,,Okkar stefna er að starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og okkur er kostur”
– Hálfdán Óskarsson, framkvæmdarstjóri

Þykka ab mjólkin er nú fáanleg í nýjum umhverfisvænni pappamálum sem innihalda 85% minna plast en hefðbundnar jógúrt eða skyr dósir. Nýja pappamálið flokkast með pappa og er engin plastskeið eða auka plastlok á málinu, eingöngu állok.  og er varan komin í verslanir um allt land og er fáanleg með 5 bragðtegundum.

Þykka ab mjólkin er einstök vara frá Örnu, hún inniheldur það besta frá bæði skyri og ab mjólk – próteinrík og inniheldur ab gerla.

Þetta er aðeins fyrsta skrefið hjá Örnu og á næstu mánuðum stefna þau að því að færa alla jógúrt og skyr framleiðslu í slíkar pappaumbúðir auk þess sem öllum plastbökkum verður skipt út fyrir pappabakka. Frábært skref hjá Örnu og vonandi fylgja fleiri framleiðendur með í kjölfarið.

Mjólkurvinnslan á Bolungarvík var á dögunum valið 5. vinsælasta fyrirtæki landsins. Um 40% Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri samkvæmt könnun MMR, Trendnet telur það ansi gott miðað við stuttan tíma á markaði.

//
TRENDNET

ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR OPNA NÝJAR DYR

Skrifa Innlegg