fbpx

TRENDNÝTT

Lindex kynnir sjálfbæra ungbarnalínu

KYNNING
Kynning

Lindex kynnir nýjungar í ungbarnalínum sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt. Línurnar eru framleiddar úr lífrænni bómull eða endurunnum efnum og eru allar flíkurnar í henni með GOTS vottun en sú vottun tryggir rekjanleika lífrænu bómullarinnar og tekur mið af félags-og umhverfislegum skilyrðum í öllu framleiðsluferlinu, frá trefjum til fullunnar vöru. Fötin eru framleidd með gæði og endingu að leiðarljósi og hönnuð með daglegar þarfir barnsins í huga.

,,Línan endurspeglar þá eiginleika sem við höfum lagt mesta áherslu á; gæði, hönnun, mýkt og er framleidd á sjálfbæran hátt. Allar flíkurnar í línunum eru í frábærum gæðum og hafa þá eiginleika að stækka með barninu svo þú getur í rauninni stækkað flíkina um heila stærð. Við viljum að fötin endist vel svo hægt sé að gefa þau áfram þótt svo að barnið sé vaxið uppúr flíkinni segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi”.

Með þessum nýju línum mun ungbarnadeildin okkar aðeins breytast og mun nú skiptast yfir í 2 ólík þema sem vega hvort annað fullkomlega upp, “Mjúk náttúra” (e.Soft Nature) og “Litadýrð” (e. Color pops). Soft nature er lína með rómantísku Skandinavísku yfirbragði, með handmáluðu prenti í mildum litum. Myndirnar eru innblásnar af náttúrunni og við sjáum allskonar dýr í þessu ævintýralega þema. Color pops er litrík lína með björtum litum og skemmtilegu prenti þar sem, eins og nafnið gefur til kynna litirnir eru allsráðandi. Það er auðvelt að blanda saman flíkum úr báðum línunum og í þeim finnur þú allt sem þú þarft fyrir barnið. Lindex notar alltaf lífræna bómull eða endurunnin efni í barnalínuna og vörurnar eru alltaf með GOTS vottun.

Línurnar eru fáanlegar í öllum verslunum Lindex. 

Nokkur GOTS skilyrði:

  • Flík með GOTS vottun verður að innihalda að lágmarki 70% af vottuðum lífrænum trefjum. Sé flík GOTS merkt organic, þá skal varan innihalda á lágmarki 95% af vottuðum lífrænum trefjum.
  • Öll viðbætt efni sem notuð eru s.s. litarefni, uppfylliefni og prentefni verða að uppfylla ákveðin umhverfis- og efnafræðilegar skilyrði skv. stöðlunum.
  • Við vatnsvinnsluferla verður að skrá alla notkun kemískra efna, orku-, vatnsnotkunnar og vatnsúrgangs þ.á.m. skólpi. Afrennslið frá allri vatnsvinnslu verður að meðhöndla í viðurkenndri skólphreinsistöð.
  • Umbúðir mega ekki innihalda PVC. Pappír eða pappi sem er notaður í umbúðir , herðatré o.s.frv. verður að vera endurunninn eða með skírteini frá ábyrgri skógrækt.
  • Félagsleg skilyrði sem byggð eru á helstu viðmiðum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verða að vera uppfyllt af öllum samstarfsaðilum og framleiðendum. • Val á fylgihlutum er takmarkað í samræmi við umhverfisviðmið.
  • GOTS flíkur eru merktar með GOTS vottun á merkimiðanum. Með merkingunni getur viðskiptavinurinn verið fullviss um að lífræna flíkinn sé raunverulega lífræn og að hún hefur verið framleidd á ábyrgan hátt

 

//
TRENDNET

Umhverfisvæn íslensk fatalína fæðist í Grikklandi

Skrifa Innlegg