Karl Lagerfeld einn þekktasti og dáðasti tískuhönnuður sögunnar, með einstakan feril í tískuheiminum sem nær yfir sjö áratugi, lést í dag, þann 19. febrúar 2019.
Það er við hæfi að fylgja sorgarfréttum dagsins eftir með því að endurbirta og þýða færslu frá Vogue með myndum úr lífi Karl Lagerfelds sem gefa smá innsýn í heim þessa einstaka manns.
Karl Lagerfeld, hönnuður, listamaður og ljósmyndari lést 85 ára að aldri. Karl Lagerfeld var einnig frægur fyrir mjög framsæknar og stundum umdeildar skoðanir sínar, hann hneysklaði og gladdi tískuheiminn jafnt í gegnum langan og heillandi feril sinn.
“Tökum sem dæmi Fendi sýninguna árið 1993, þar sem hann réði ítölsku klámstjörnuna Moana Pozzi til að klæðast blúndusundfötum, sem fékk marga ritstjóra, meðal annars Önnu Wintour til að ganga út hneiksluð. Eða þegar hann flutti 265 tonn af ísklaka frá Skandinavíu til París í Grand Palais höllina fyrir haust / vetur sýningu Chanel 2010.”
Lagerfeld hafði gífurleg áhrif á tískuiðnaðinn í gegnum háleitar stöður sínar innan bæði Chanel þar sem hann gegndi stöðu listræns stjórnanda frá árinu 1983 til 2019, ásamt Fendi þar sem hann starfaði með Silvia Fendi frá árinu 1965, ásamt því að hanna sína eigin línu. Hann var undir gífurlegu vinnuálagi alla tíð, 8 línur á ári fyrir Chanel, 5 línur á ári hjá Fendi og 2 línur á ári hjá hans eigin merki. Og þessar 15 sýningar innihalda ekki ljósmyndun hans og bækur. Hans gífurlegu vinsældir sýndu sig vel þegar hann tók saman við H&M árið 2004 í þeirra fyrsta samstarfsverkefni við tískuhönnuð. Línan seldist öll upp á örfáum dögum.
“I do it like I breathe. I wake up in the middle of the night and have an idea. I put it on a card I have next to my bed and I make the sketches in the morning before I forget it.”
Lítum yfir einstakar myndir af goðinu, Karl Lagerfeld.
Karl Lagerfeld var 21 árs gamall þegar hann vann fyrstu verðlaun í ullarkápuflokki í hönnunarsamkeppni alþjóðlegu ullarsamtakanna í París, sem núna eru þekkt sem ‘The Woolmark Prize’. Christian Dior og Hubert de Givenchy voru á meðal dómara, og Lagerfeld var fljótlega ráðinn af Pierre Balmain, sem setti vinningskápuna í framleiðslu. Þess má geta að Saint Laurent þá 16 ára, vann kjólaflokkinn þetta árið og þeir urðu vinir.
Árið 1962 hóf Lagerfeld að starfa sjálfstætt og vann með Mario Valentino, Repetto, Monoprix og Tiziani. Hann byrjaði að hanna fyrir Chloé árið 1964 og það leið ekki langur tími þar til hann var farinn að hanna allar línurnar og gerði Chloé að alþjóðlega þekktu hönnunarhúsi. Það var stofnandi Chloé, Gaby Aghion sem hvatti Karl til að nálgast hönnunina á afslappaðri hátt en hann var þjálfaður í með hátískuna “haute couture”.
Árið 1965 bættist Fendi, á kúnna listann. Með nánu samstarfi við Fendi systurnar hjálpaði Lagerfeld að gera ítalska merkið að heimsþekktu hönnunarhúsi með áherslu á að hanna með lúxusfeld.
Kvöldið sem hann fundaði með yfirstjórn Chanel, sat hann fyrir með dökk gleraugu og með þéttingsfast bindi, hér blómstrar einkennisklæðnaður Lagerfeld.
Eftir Chanel vor / sumar 2019 sýninguna, ásamt Virginie Viard tískustjóra Chanel / fashion studio director og hans hægri hönd.
TRENDNET
Skrifa Innlegg