fbpx

TRENDNÝTT

ÍSLENSKT TÍSKUTEYMI Í ÍSLENSKU UMHVERFI FYRIR SÆNSKU VERSLUNINA WEEKDAY


FÓLKKYNNING


,,Ísland er eitt af fallegustu löndum í heimi og við erum ákaflega spennt að stíga inn

á þennan nýja og spennandi markað,” segir Daniel Herrmann, framkvæmdarstjóri Weekday.

.. hann stendur við þau orðin með því að gefa grænt ljós á að fyrstu birtingar á nýjum markaði séu teknar hér á landi. Weekday er strax komin með nokkur rokkstig í kladdann frá Trendnet fyrir vikið. Verslunin fékk íslenska áhrifavalda til að sitja fyrir í sér íslenskum myndaþætti á dögunum. Saga Sig tók myndirnar en áhrifavaldarnir völdu lúkkin sín sjálf.

Ellen Lofts er listrænn stjórnandi verkefnisins:

,,Mér fannst skipta máli að fatnaður WEEKDAY myndi vera settur í samhengi við Íslenskt umhverfi með íslenskum “talentum” Það er mikilvægt að mínu mati að íslendingar setji merkið í samhengi við sitt nánasta umhverfi. Finnst það oft vera það sem vanta uppá þegar alþjóðalegar keðjur opna hér á landi,”

Það er svo magnað að þú þarft ekki að keyra nema í 20 mínútur frá höfðuðborginni og þá ertu komin í alveg hreint maganaða náttúru – ekkert fólk, bílar né mengun. Litla Ísland á svo mikið af hæfileikaríku fólki og það er svo frábært þegar við skoðum þetta í stóru myndinni.”

ALMA


EYRÚN

KARITAS SPANO
Áhrifavaldar: Alma Dögg, Eyrún Björk & Karitas Spano
Ljósmyndari Saga Sig
Listræn stjórnun Ellen Lofts
Framleiðandi: Sóllilja Baltasars
Makeup Helena Jónsdóttir 

Myndatakan fór fram í Krísuvík og nágrenni – virkilega vel heppnað og við sjúklega skotin í þessum lúkkum – lofar góðu!

Sjáumst í Smáralind þann 23. maí! Meira: HÉR

//
TRENDNET

 

 

 

 

 

 

 

VIKA Í WEEKDAY TIL ÍSLANDS - TRENDNET TELUR NIÐUR

Skrifa Innlegg