Fjölskyldufyrirtækið Arna, í samvinnu við Elísabetu okkar Gunnars, hélt á dögunum skemmtilegan viðburð til að kynna spennandi nýjung – Prímus prótínvatn. Kynningin var haldin í ljósmyndastúdíói úti á Granda þar sem lítill hópur af heilbrigðum Íslendingum smakkaði Primus í fyrsta sinn.
Prímus próteinvatn er léttkolsýrt próteinvatn, sem inniheldur 14 grömm af hágæðamysupróteini í 1 dós. Þetta er hugsað sem þægilegur og svalandi próteingjafi sem er einföld leið til að fylla á próteintankinn á eða eftir æfingu og um leið svala þorstanum. Hann er ferskur, svalandi og gott að kippa með sér hvert sem er.
Ekkert koffín, enginn sykur, bara prótein. Og mikilvægur punktur – hann er lang bestur ískaldur.
Arna hjá Örnu sagði okkur frá því hvernig hugmyndin af Prímus kviknaði, en varan er heldur ólík þeim sem er fyrir að finna í þeirra vöruúrvali.
Prímus próteinvatnið kom til þegar við vorum að leita að spennandi nýjum vörum sem við gætum farið að framleiða, en ekki endilega eitthvað sem við höfðum gert áður. Það kom til umræðu þar sem að amma, hefur ekki getað drukkið þessa hefðbundnu mjólkurpróteindrykki sem eru ætlaðir meðal annars fyrir eldra fólk, þar sem að hún þolir þá illa enda geta þeir verið þungir í magann. Flestir þessir próteindrykkir sem eru á markaðnum eru gerðir úr mjólk og er fólk að nota þá til að fá próteingjafa, þó þeir fíli ekki endilega mjólkurdrykkina, þó auðvitað geri það margir líka.
Okkur datt þá í hug hvort við gætum ekki notað mysupróteinið sem er notað í mjólkur-próteindrykkina, sem próteingjafa í öðruvísi vöru og þá kom þessi hugmynd að gera kolsýrðan próteindrykk. Við horfðum svo í það, út frá lýðheilsusjónarmiðum um kolsýrða drykki á markaðnum í dag sem margir hverjir eru stútfullir af koffíni og ýmsum aukaefnum. Við vildum því bjóða uppá kolsýrðan drykk sem myndi ekki innihalda koffín eða mikið af einhverjum aukaefnum. Uppistaðan í próteinvatninu er bara vatn, prótein og sætuefni sem við notum til þess að vega upp á móti því súra bragði sem mysupróteinið gefur.
Próteinvatnið er fyrsta próteinvaran í Primus vörulínunni og stefnum við á að koma með Primus próteindrykk, þá mjólkurpróteindrykkinn, á markað á haustmánuðum.
Aldís Pálsdóttir var á myndavélinni –
Primus Launch 2022
Smakk í fyrsta sinn ..
Íþróttafólk og áhrifafólk ..
Hver er þinn uppáhalds?
Pattra & Elmar
Lína Birgitta, Gummi kíró, AndreA og heiðursgesturinn hún Áróra Thea
Elísa Viðarsdóttir og Sif Atla
Morgunstund gefur gull í mund
Elgunnars kann best við sítrónubragðið
Við mælum með því að þið smakkið!
Aftermath ..
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg