fbpx

TRENDNÝTT

ERTU Á LAUSU? KYNNTU ÞÉR NÝTT ÍSLENSKT STEFNUMÓTA-APP

FÓLKKYNNING

Er Smitten plan helgarinnar?

Nýtt Íslenskt stefnumóta-app, SMITTEN, leit dagsins ljós nú á dögunum.

Appið hefur heldur betur fallið í kramið hjá Íslendingum en strax á fyrstu vikunum eru nokkur þúsund Íslendingar farnir að nota það.
Hægt er að nálgast appið hér: https://smittendating.com/
Smitten er einfalt í sjálfu sér. Þú færð allt að 40 manns í einu og velur þá sem þér líkar við og hafnar þeim sem þú telur að séu ekki fyrir þig. Raunar setur þú þá sem þú hafnar í ruslatunnuna, sem er svolítið harðneskjulegt. Ef þú líkar við einhvern og hann eða hún líkar þig til baka opnast fyrir spjall sem rennur út eftir viku. Eftir það hverfur manneskjan, nema þið hafið bæði ákveðið að framlengja spjallið.
Prófílarnir á Smitten eru til þess gerðir að þú fáir smjörþefinn af því hver manneskjan er og getir byrjað samtal út frá einhverju þar.
Til þess að geta notað appið þarft þú að setja inn 3 myndir af þér og svara nokkrum spurningum en einnig getur þú sett inn svokallaða topp 3 lista. 
Það eru yfir 100 listar í appinu um allt milli himins og jarðar. Þú getur sagt hver uppáhalds podcöstin þín eru, hver uppáhalds maturinn þinn er og jafnvel skrýtnustu staði sem þú hefur stundað kynlíf á.
Það erfiðasta sem stefnumóta-app notendur standa frammi fyrir er að byrja samtal eftir að tengingu hefur verið komið á. Oft er lítið um haldbært efni sem má nota til þess að brjóta ísinn, en á Smitten eru sérstakir ísbrjótar sem gera þér lífið auðveldara í þeim efnum. Þar eru nokkrar mismunandi tegundir af ísbrjótum en sá allra vinsælasti er Guessary, en í einföldu máli færðu tækifæri til að giska á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Þannig getur þú sem dæmi giskað hvort manneskjan borði ananas á pizzu, hvort viðkomandi hafi einhverntímann verið handtekinn, eða hafi orðið ástfanginn.
Smitten á að vera lifandi vara og breytast með tímanum. Ef þú prufar appið og kemur svo aftur inn nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þá er upplifunin ólíklega sú sama.
Appið er aðgengilegt öllum.
Tengist SMITTEN með því að smella á linkana: App Store eða Google Play
//TRENDNET

BIEBER EINMANA OG EINLÆGUR Í SATURDAY NIGHT LIVE

Skrifa Innlegg