fbpx

TRENDNÝTT

DÓTTIR JENNIFER LOPEZ STAL SENUNNI Á SUPER BOWL

FÓLK

Emme Muñiz, munið nafnið!

Það má með sanni segja að hin 11 ára dóttir Jennifer Lopez hafi verið seniþjófur þegar hún steig á svið með mömmu sinni og Shakiru í hálfleik á Super Bowl í nótt. Þetta er stærsta giggið hennar hingað til en við munum eflaust sjá meira af þessari ungu dömu á næstu misserum – sú var öryggið uppmálað og hefur greinilega erft sönghæfileika foreldra sinna en hún er líka dóttir söngvarans Marc Anthony.

JL og Shakira virðast ekki eldast þó árin líði og við vorum með gæsahúð fyrir allan peninginn yfir þessu vel heppnaða showi, svo kom barnið og setti punktinn yfir i-ið! Pressið á PLAY. 

 

Emme Muñiz kemur inn á svið á mínútu 11:40

//
TRENDNET

VIÐ MUNUM GRÁTA ÚR GLEÐI ÁRIÐ 2020

Skrifa Innlegg