fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • VIÐ MUNUM GRÁTA ÚR GLEÐI ÁRIÐ 2020

  Nýlega var kynntur listi yfir nýja emoji fyrir árið 2020. Alls voru 117 ný tákn kynnt til sögunnar sem munu fylgja næstu uppfærslum á stýrikerfum. Það var mikil áhersla á hlutleysi kynja og þá er t.d. ítalska handahreyfingin og grátur úr gleði viðbætur sem líklega munu njóta vinsælda.

  Þetta eru gleðifréttir þó svo að við grátum ekki úr gleði í þetta skiptið.

  Ítalska handahreyfingin verður líklega notuð mikið – tilvalin þegar einhver er ekki að svara skilaboðum eða símtali:

  Hér hafið þið síðan allan listann – aðrar áhugaverðar nýjungar eru t.d. “transgender” fáninn, nýjar dýrategundir, flip flops, hjólaskautar, hjarta, lungu og drullusokkur.

  Sjáið þið eitthvað annað sem verður mikið notað af þessum nýju táknum?

  //TRENDNÝTT

  H&M og Helena Christensen kynna samstarfslínu

  Skrifa Innlegg