fbpx

TRENDNÝTT

H&M og Helena Christensen kynna samstarfslínu

FÓLKKYNNING

H&M kynnir með stolti samstarfslínu með ljósmyndaranum og ofurfyrirsætunni Helenu Christensen. Línan samanstendur af látlausum flíkum með svipmiklum ljósmyndum eftir Christensen en hún tók einnig myndirnar fyrir herferðar línunnar. Helena Christensen x H&M línan verður fáanleg í verslunum um allan heim, þar á meðal í öllum verslunum H&M á Íslandi frá miðjum febrúar.

Helena Christensen er  ein af upprunalegu ofurmódelunum frá tíunda áratugnum, en hún hefur setið fyrir á forsíðum óteljandi tímarita og gengið tískupalla fyrir marga af þekktustu hönnuðum 20. aldarinnar. Hún er fædd í Kaupmannahöfn og starfar í dag sem tísku- og listaljósmyndari. Verk hennar hafa birst í mörgum list- og hönnunar tímaritum og sýnd í galleríum víða um heim.

Helena Christensen x H&M línan samanstendur af stutterma- og langermabolum ásamt hettupeysum í yfirstærð og afslöppuðum stíl, eitthvað fyrir Íslendinga.

Litapalletta línunnar er hvít, svört og grá.


„Þetta hefur verið frábær upplifun í samvinnu við H&M þar sem ég hef ekki aðeins getað séð ljósmyndirnar mínar lifna við á fatnaði og í herferðinni. Ég vil ná athygli ungu kynslóðarinnar, hvetja þau til að vera þau sjálf og láta persónuleika sinn skína, “segir Helena Christensen.

//
TRENDNET

Íslenskt sjampó heillar Vogue

Skrifa Innlegg