fbpx

TRENDNÝTT

BRÚÐKAUPSGJAFA HUGMYNDIR FRÁ IITTALA

KYNNING

Dásamlega brúðkaupstímabilið er gengið í garð og skemmtilegar veislur framundan hjá fjölmörgum af lesendum Trendnets. Við tókum saman fallegar brúðkaupsgjafahugmyndir í samstarfi við Iittala á Íslandi til að auðvelda ykkur valið.

Sjáið þessa fegurð –

Saga finnska hönnunarfyrirtækisins Iittala hófst árið 1881 þegar glerverkstæðið var stofnað í litlu þorpi sem hét Iittala. Það var þó ekki fyrr en uppúr árinu 1920 sem fyrirtækið varð að því sem við þekkjum það í dag og hóf það þá framleiðslu á listrænum glermunum fyrir heimilið með listamenn eins og Alvar Aalto í fararbroddi.  // Sjá meira um sögu Iittala hjá Svart á hvítu

Teema Powder línan – Falleg og tímalaus borðbúnaður í fölbleikum lit sem einmitt er svo vinsæll um þessar mundir. 

Raami línan – Nýjasta línan frá Iittala í borðbúnaði, kom út 2019 og hefur farið vel af stað. Fallegar línur einkenna vörurnar sem eru tímalausar. Tilvalið fyrir brúðhjón.

Nappula – 4ra arma kertastjakinn er klassískur og flottur í brúðargjöf. Auðvelt er að skreyta hann fyrir aðventuna en nota hann jafnframt allan ársins hring.

Valkea – Nýleg hönnun frá Iiitala, kertastjakarnir eru mjög svo fallegir á borði og má einnig nýta á matarborðið sem lítil ílát. Frábær hugmynd!

Sea Blue  – Sea blue er litur ársins hjá Iittala og hiklaust hægt að mæla með öllum þeim fallegu vörum sem eru framleiddar í þessum lit. Sea blue er safngripur og hafa áhugasamir um hönnun gaman af því að eiga hlut sem er tileinkaður þessu ári, 2019. Góð hugmyndi í brúðkaupsgjöf. 

Essence – Essence glösin standa alltaf fyrir sínu, einstaklega klassísk, elegant og henta öllum tilefnum. Tilvalið fyrir brúðhjón. 

Ultima Thule – Er klassísk hönnun sem hönnuð var um 1960 af Tapio Wirkkala og er jafnframt með hans þekktustu verkum. Ultima Thule línan er með glös, skálar, diska, karöflur og kertastjaka. Tilvalið til að safna og hentar öllum heimilum. 

Iittala vörur eru seldar um land allt í fallegum gjafa- og hönnunarverslunum. Úrvalið er frábært og hentar öllum þeim sem kunna vel að meta vandaða og fallega hluti.

// Trendnýtt

HVERJIR VORU HVAR // SJÖSTRAND SUMARGLEÐI Í HAF STORE

Skrifa Innlegg