fbpx

TRENDNÝTT

BERGUR GUÐNA FYRIR 66°NORÐUR

KYNNING

Ungi og hæfileikaríki fatahönnuðurinn Bergur Guðna er nýfluttur heim frá París og byrjar nýjan kafla á Íslandi hjá 66°Norður í áhugaverðu verkefni. Bergur var fenginn til að setja saman nýjar flíkur úr gömlum, á saumastofu Sjóklæðagerðarinnar í Garðabæ. Verkefnið heppnaðist með eindæmum vel og við erum eiginlega að tryllast yfir öllum þessu flíkum, sem við höfum séð áður, en eru nú komnar í meira tískuform. Ekki skemmir sjálfbærnin fyrir.

66°Norður segir á heimasíðu sinni:
„Með þessu viljum við undirstrika að það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt og það má almennt hugsa betur út í hvernig hægt er að breyta og endurnýta hluti, en gera þá samt spennandi.”


Bergur hefur þetta að segja um fatalínuna:
„Fyrir þessa línu langaði mig til að gera þetta grafískt með mikið af litum. 66°Norður lógóið þekkja allir Íslendingar og langaði mig til þess að brjóta það aðeins upp og ögra lógóinu með því t.d. að taka tvær peysur og sameina þær þannig að þær passi samt ekki alveg saman. Í öðrum flíkum er sjálfri flíkinni ekki breytt en við lékum okkur með að sauma Kríuna á mismunandi staði.“

Verkefnið verður kynnt í verslun 66°Norður á Laugavegi kl. 17-19 á fimmtudaginn. Um er að ræða mjög takmarkað upplag.
Meira: HÉR

Flíkur fá nýtt líf er verkefni að okkar skapi! Til hamingju með þetta Bergur og 66°Norður.

Myndirnar tók Óli Magg.

//
TRENDNET

 

SKAPA FÖTIN MANNINN? LJÓSMYNDASÝNING Í HÖRPU

Skrifa Innlegg