fbpx

TRENDNÝTT

66°NORÐUR X GANNI TAKA TVÖ

KYNNING

Það er alltaf eitthvað nýtt í gangi hjá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður sem hefur síðustu árin heillað frændur okkar í Danmörku. Það er ekki lengur hægt að rölta á Strikinu og spotta einstakling í merktri 66°Norður flik og gefa sér það að um Íslending sé að ræða, eins og maður gat gert í gamla daga.

Trendnet hefur sagt frá því samstarfi Sjóklæðagerðarinnar við hátísku merkið GANNI sem stundum er kallað skandinavíska Gucci innan tískuheimsins. Fyrsta samstarfslínan seldist upp eins og heitar lummur og á morgun er komið að því að fá vetrarlínuna í verslanir, 66°Norður x GANNI TAKA TVÖ.

4.september við tökum þér fagnandi!

Samstarfslínan sameinar gildi og arfleifð beggja merkja í flíkum sem hannaðar eru til dagsdaglegrar notkunar jafnt sem útivistar. Hönnun línunnar skilgreinir því enn frekar hvernig merkin tvö sameina gleðina og sjálfsöryggið sem einkennir GANNI og arfleifð og tæknilegri sérþekkingu 66°Norður á framleiðslu áreiðanlegs útivistarfatnaðar, segir á heimasíðu Sjóklæðagerðarinnar.

Línan verður fáanleg í verslunum 66°Norður í Kringlu og á Laugavegi en líka á Sværtegade í Kaupmannahöfn og verslunum GANNI. Línan verður einnig fáanleg á netinu.

Ditte Reffstrup, Listrænn stjórnandi hjá GANNI
“Í kjölfarið á fyrra samstarfinu okkar, þá langaði okkur mjög mikið að taka þessa samvinnu upp á næsta stig. Við unnum með núverandi stíla úr línu 66°Norður sem við gáfum síðan ferskan innblástur. Við vinnuna á línunni fékk ég að skoða gamalt myndasafn frá 66°Norður, þar sem ég fann gamla mynd af íslenskum sjómanni við vinnu. Það fékk mig strax til þess að hugsa til heimabæs míns í Hirtshals þar sem er mikil sjómannamenning. Ég elska svuntu-kjólinn í línunni, hann er byggður á vinnusvuntunum sem 66°Norður framleiðir enn þann dag í dag. Sú flík lýsir þessarri samstarfslínu frekar vel, við erum að skapa flíkur sem geta bæði tekist á við borgarlífið og útivistina.”

Fyrri línan innihélt 4 flíkur á meðan nýja línan samanstendur af 6 flíkum sem heilla augað fyrir vetrardagana sem framundan eru – samstarfslínan var upphaflega kynnt á tískusýningu GANNI fyrr í vor (Trendnet sýndi frá í beinni) en mun síðan verða fáanleg í verslunum 66°Norður og GANNI á morgun, 4.september.

Meira: HÉR

//
TRENDNET

Skin and goods - Íslendingur opnar evrópskan fegurðar heim á netinu

Skrifa Innlegg