fbpx

TRENDNÝTT

Skin and goods – Íslendingur opnar evrópskan fegurðar heim á netinu

FÓLK

Hin íslenska Hildur Ársælsdóttir, beauty expert og dugnaðarforkur opnaði í gær vefsíðuna Skin and goods sem á að hjálpa evrópskum konum að finna upplýsingar um allt sem að viðkemur fegurð. Markmiðið er að þetta verði sá staður sem konur leita til daglega og finni uppfærðar fréttir og upplýsingar hverju sinni.

Ein af aðal ástæðum þess að ég er búin að vera með hugan að þessum platformi er að ég hef verið behind the scenes lengi, ég veit nákvæmlega hvernig þessi bransi virkar.  Ný merki koma á yfirborðið á hverjum degi, og það eru fleiri tugi þúsund af vörum í boði og þetta getur verið ruglandi fyrir neytenda. Ég tel að vörumerki eigi að vera eins transparent og heiðarleg og þau geta og gefa neytendaum möguleika á taka informed decision. Sem betur fer eru fleiri og fleiri vörumerki að átta sig á þessu en við eigum langt í land.”  Ég vil að  Skin and Goods verði síðan sem að þú leitar til ef að þú ert með einhverja spurningu er við kemur fegurð, því þú veist að þú getur treyst á okkur,  burt með allt bullshit ” .. segir Hildur.

 

Skin and Goods er sambærilegt því sem við þekkjum í Bandaríkjunum hjá VIOLET GREY, GOOP og INTO THE GLOSS en engar sambærilegar síður eru til í Evrópu, þar sá Hildur glufu til að vinna með.

Hildur er með 12 ára reynslu í snyrtivörurbransanum, menntuð í öllu sem að við kemur fegurð og ætti því að vera rétti einstaklingurinn í verkið. Hún er faglærður förðunarfræðingur og naglafræðingur en er einnig með háskólapróf í Viðskiptafræði meða áherslu á markaðssamskipti auk þess sem að hún er með aðra háskólagráðu frá einum virtasta tískuháskóla á vesturströndinni FIDM þar sem að hún menntaði sig í vöruþróun og markaðsmálum innan snyrtivörugeirans – fluggáfuð greinilega.

Skin and Goods byrjaði sem markaðsráðgjöf fyrir snyrtivörufyrirtæki í nóvember í fyrra en er í dag svo sannarlega búið að bæta við sig þjónustu til almennings.

Afhverju snyrtivörur?

Ég byrja hvern einasta dag að lesa um nýjustu trendin í beauty og hef verið svokölluð beauty dictionary fyrir fjölskyldu, vini og vinnufélaga síðustu ár. Þegar einhver er með spurningu varðandi bjútý hvort sem það er um einhverja tiltekna vöru, nýtt vörumerki eða hvaða innihaldsefni á að forðast, vita þau alltaf við hvern þau eiga að tala. Síðustu 10 ár hef ég einnig verið að aðstoða konur útum allan heim með að finna rétta húðumhirðu fyrir þær, með því að húðgreina þær, og ráðleggja þeim hvaða vörur þær eiga að forðast og hvaða vörur þær eiga að nota. Árangurinn sem ég hef séð er svo frábær og ég er búin að sjá með mínum eigin augum, konur styrkjast í sjálfsáliti við það að verða betri í húðinni. 

Flestir sem hafa leitað til mín eru að díla við vandræði með bólur og acne, fínar línur og hrukkur. Tilfinningin að hjálpa og fræða konur um útlitið hefur alltaf gefið mér mikið, þar sem að ég veit hversu mikilvægt það er að vilja líta sem best út. Allir vilja líta sem best út, enda er þetta eini iðnaðurinn sem að vex á hverju einasta ári, líka í efnahagskreppu, þótt við eigum ekki pening til að kaupa nýtt hús eða nýja bíla, að þá getum við alltaf splæst í einn varalit til að láta okkur líða betur… Þetta er kallað The Lipstick Effect og er mjög þekkt fyrirbæri innan snyrtivöru bransans. Við hættum ekki að nota maskara þegar hann klárast (sem er á ca 3 mánaða fresti) við erum stöðugt í leit af einhverju nýju og betra, sem að gerir að við erum alls ekki loyal við vörumerki. Við skiptum um vörumerki, hægri og vinstri, og erum í stanslausri leit af þessari einu vöru sem að mun breyta lífi okkar og kanski taka eins og 5 ár af útlitinu – svo þetta er mjög áhugaverður iðnaður að vera í.

 

 

Við óskum Hildi hjartanlega til hamingju með þessa áhugavörðu nýjung.
Skoðið nánar: HÉR

//
TRENDNET

Hönnunarverðlaun Íslands 2019 - kallað eftir ábendingum!

Skrifa Innlegg